Fara í innihald

Patrick Modiano

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Patrick Modiano
Patrick Modiano
Patrick Modiano árið 2014.
Fæddur: 30. júlí 1945 (1945-07-30) (78 ára)
Boulogne-Billancourt, Frakklandi
Starf/staða:Rithöfundur
Þjóðerni:Franskur
Þekktasta verk:La Place de l'Étoile (1968)
Les Boulevards de ceinture (1972)
Villa Triste (1975)
Rue des Boutiques obscures (1978)
Dora Bruder (1997)
Un pedigree (2005)
Maki/ar:Dominique Zehrfuss
Börn:Zina Modiano
Marie Modiano

Patrick Modiano (f. 30. júlí 1945) er franskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2014.[1]

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Modiano fæddist í París, sonur belgískrar leikkonu og gyðings af ítölsku bergi brotnu.[2] Þau slitu samvistum og ólst Modiano því að miklu leyti hjá flæmskumælandi afa sínum og ömmu. Námsferill hans var skrykkjóttur. Hann innritaðist í Sorbonne háskóla en lauk engri gráðu.

Fyrsta skáldsaga Modiano kom út þegar hann var 22 ára gamall. Hún gerðist á tímum hernáms nasista í Frakklandi og vísaði í atburði í fjölskyldusögu höfundarins, líkt og ýmis seinni verka hans.

Modiano hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2014. Tvær skáldsagna hans hafa komið út í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar, Dóra Bruder (franska: Dora Bruder) og Svo þú villist ekki í hverfinu hérna (franska: Pour que tu ne te perdes pas dans le quartier).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Patrick Modiano hlaut Nóbelsverðlaunin“. Fréttablaðið. 10. október 2014. bls. 26.
  2. Kristján Guðjónsson (10. október 2014). „Frakkinn sem kom öllum á óvart“. Dagblaðið Vísir. bls. 45.