Fara í innihald

Íslensk málnefnd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk málnefnd er íslensk nefnd skipuð 16 fulltrúum stjórnvalda og ýmissa félagasamtaka á Íslandi til að veita stjórnvöldum ráðgjöf um íslenska tungu og gera reglulega tillögu að opinberri málstefnu. Íslensk málnefnd var fyrst stofnuð árið 1964 og tók við af svokallaðri „nýyrðanefnd“ sem hafði verið stofnuð 1952 til að búa til íslensk nýyrði yfir ýmis tæknileg hugtök. Núverandi lög um íslenska málnefnd eru lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls.[1] Aðalhlutverk nefndarinnar er ráðgjöf um íslenskt mál, en ekki rannsóknir á því, sem heyra undir starfsvið Árnastofnunar. Málnefndin semur íslenskar opinberar ritreglur sem stjórnvöld gefa út með reglugerðum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls“. althingi.is. 7. júní 2011.