Jón Dúason
Dr Jón Norðmann Dúason (30. júlí 1888 – 5. maí 1967) var íslenskur hagfræðingur og fræðimaður sem hafði einstaka yfirsýn yfir tengsl Íslendinga við Grænland og hélt fram ríkri réttarstöðu Íslendinga til ítaka þar í landi. Hann var talinn töluverður sérvitringur og var þekktur í Reykjavík á meðan hann bjó þar og lifði.
Jón fæddist í Langhúsum í Haganeshreppi í Skagafirði. Hann lauk stúdentsprófi árið 1913 og stundaði nám í samvinnufélagsfræðum (þjóðfélagsfræði) við Hafnarháskóla í Danmörku og Skotlandi. Eftir það stundaði hann hagfræði og varð cand. polyt. í Kaupmannahöfn árið 1919. Hann stundaði því næst nám í bankamálum í Bretlandi og Norðurlöndum og var nokkur ár starfsmaður ríkis og borgar í Höfn. Árið 1928 varði Jón ritgerð fyrir doktorsgráðu í lögum við háskólann í Osló. Ritgerðin nefndist: „Grönlands rettsstilling i middelalderen“. Tveimur árum áður, það er 1926, hafði Jón gerst stórkaupmaður, en innan tíðar gaf hann þó kaupmennskuna upp á bátinn og sneri sér að því verkefni sem áttu hug hans - að rannsaka og safna heimildum til sögu Grænlands og réttarstöðu. Jón er einnig hvað þekktstur fyrir öll þau mörgu rit sem hann skrifaði um réttartilkall Íslendinga til Grænlands.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Dúason dr. juris; grein í Sjómannablaðinu Víkingur 1967
- Dr. Jón Dúason; minningargreinar í Morgunblaðinu 1967
- Skipabyggingar Íslendinga og Grænlendinga í fornöld; grein í Tímriti iðnaðarmanna 1941
- Á Grænlandi eru framtíðr skilyrði fyrir hrausta og harðfenga menn; grein í Tímanum 1983
- Tilheyrir Grænland í raun Íslandi?, frétt á Rúv.is 3. desember 2013