Fara í innihald

Samuel de Champlain

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Champlain í orrustu við írókesa við Champlain-vatn, úr bók hans Voyages frá 1613

Samuel de Champlain (fæddur Samuel Champlain; skírður 13. ágúst, 157425. desember, 1635) var franskur landkönnuður sem stofnaði Nýja Frakkland og borgina Québec í Nýja heiminum 3. júlí 1608. Hann var sá fyrsti sem gerði nákvæmt kort af austurströnd Kanada og átti þátt í stofnun fyrstu nýlendnanna þar.

Hann hóf könnun Norður-Ameríku með frænda sínum, François Gravé Du Pont, árið 1603. Á milli 1604 og 1607 átti hann þátt í stofnun fyrstu evrópsku nýlendunnar norðan við Flórída, Port Royal í Akadíu. Árið 1608 stofnaði hann svo frönsku byggðina sem síðar varð Québec-borg. Hann kannaði Vötnin miklu, fyrstur Evrópumanna, og gaf út landakort og ferðabækur með upplýsingum sem hann fékk frá frumbyggjum og Frökkum sem bjuggu meðal þeirra. Hann stofnaði til tengsla við innúa, alkonkvína og húrona sem hann aðstoðaði í stríði þeirra við írókesa.

Árið 1620 skipaði Loðvík 13. Champlain að hætta landkönnun og helga sig stjórnsýslu nýlendunnar. Hann var því í reynd landstjóri Nýja Frakklands. Hann stofnaði skinnaverslunarfélög og hafði umsjón með þróun nýlendunnar í árdal Lawrence-fljóts þar til hann lést árið 1635.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.