Stefán Jónsson frá Möðrudal (Stórval)
Stefán Vilhjálmur Jónsson frá Möðrudal eða Stórval (24. júní 1908 - 30. júlí 1994) var íslenskur myndlistarmaður, þekktastur fyrir sérstakan naívískan stíl. Uppáhaldsviðfangsefnið hans var fjallið Herðubreið.[1]
Stefán fæddist í Möðrudal. Móðir hans var Þórunn Vilhjálmsdóttir Oddsen frá Krossavík í Vopnafirði og faðir hans var Jón Aðalsteinn Stefánsson bóndi, tónskáld, og listmálari frá Möðrudal.[2] Hann nam málarlist hjá Hauki Stefánssyni föðurbróður sínum á Akureyri. Árið 1930 kvæntist hann Láru Jónsdóttur frá Grund í Eyjafirði. Þau hófu búskap að Möðrudal fram til 1941 og svo að Einarsstöðum í Vopnafirði. Þau slitu samvistir árið 1948. Á sjötta áratugnum flutti Stefán til Reykjavíkur þar sem hann fékkst við málaralistum til dauðadags.[3] Hann hélt síðasta myndarsýningu sína á Vopnafirði í sama mánuði og hann lést.
Stefán bjó lengi á Bergstaðastræti og var vel þekktur í miðbæ Reykjavíkur á sínum tíma.[4] [5] Oft seldi hann myndirnar sínar á bekk í miðbænum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Stórval í 110 ár í Hofi“. DV. 8. ágúst 2018. Sótt 7. mars 2024.
- ↑ „Minning: Jón A. Stefánsson óðalsbóndi, Möðrudal“. Morgunblaðið. 17. september 1971.
- ↑ „Stefán V. Jónsson. Minningargrein“. Morgunblaðið. 2. ágúst 1994.
- ↑ „Stefán frá Möðrudal, fólk og hús við Skólavörðustíg“. DV. 3. ágúst 2016. Sótt 7. mars 2024.
- ↑ „Stefán Jónsson Stórval frá Möðrudal aldarminning - gislihelgason.blog.is“. gislihelgason.blog.is. Sótt 7. mars 2024.