Fara í innihald

Stefán Jónsson frá Möðrudal (Stórval)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stefán Vilhjálmur Jónsson frá Möðrudal eða Stórval (24. júní 1908 - 30. júlí 1994) var íslenskur myndlistarmaður, þekktastur fyrir sérstakan naívískan stíl. Uppáhaldsviðfangsefnið hans var fjallið Herðubreið.[1]

Stefán fæddist í Möðrudal. Móðir hans var Þórunn Vilhjálmsdóttir Oddsen frá Krossavík í Vopnafirði og faðir hans var Jón Aðalsteinn Stefánsson bóndi, tónskáld, og listmálari frá Möðrudal.[2] Hann nam málarlist hjá Hauki Stefánssyni föðurbróður sínum á Akureyri. Árið 1930 kvæntist hann Láru Jónsdóttur frá Grund í Eyjafirði. Þau hófu búskap að Möðrudal fram til 1941 og svo að Einarsstöðum í Vopnafirði. Þau slitu samvistir árið 1948. Á sjötta áratugnum flutti Stefán til Reykjavíkur þar sem hann fékkst við málaralistum til dauðadags.[3] Hann hélt síðasta myndarsýningu sína á Vopnafirði í sama mánuði og hann lést.

Stefán bjó lengi á Bergstaðastræti og var vel þekktur í miðbæ Reykjavíkur á sínum tíma.[4] [5] Oft seldi hann myndirnar sínar á bekk í miðbænum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Stórval í 110 ár í Hofi“. DV. 8. ágúst 2018. Sótt 7. mars 2024.
  2. „Minning: Jón A. Stefánsson óðalsbóndi, Möðrudal“. Morgunblaðið. 17. september 1971.
  3. „Stefán V. Jónsson. Minningargrein“. Morgunblaðið. 2. ágúst 1994.
  4. „Stefán frá Möðrudal, fólk og hús við Skólavörðustíg“. DV. 3. ágúst 2016. Sótt 7. mars 2024.
  5. „Stefán Jónsson Stórval frá Möðrudal aldarminning - gislihelgason.blog.is“. gislihelgason.blog.is. Sótt 7. mars 2024.