Ingmar Bergman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ingmar Bergman árið 1957.

Ernst Ingmar Bergman (fæddur 14. júlí 1918, látinn 30. júlí 2007) var sænskur leikstjóri. Sonur danskættaðs prests í Uppsölum. Bergman leikstýrði á sviði og hvítu tjaldi og skrifaði handrit að kvikmyndum. Hann starfaði í rúm sextíu ár og á þeim tíma leikstýrði hann yfir 60 kvikmyndum, skrifaði flest handritin sjálfur, og jafnframt stýrði hann yfir 170 sviðsverkum. Hann er talinn einn af mikilvirkustu og mikilvægustu leikstjórum kvikmyndasögunnar.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.