Vanúatú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ripablik blong Vanuatu
Republic of Vanuatu
République du Vanuatu
Fáni Vanúatú Skjaldarmerki Vanúatú
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Long God yumi stanap
(„Stöndum með guði“)
Þjóðsöngur:
Yumi, Yumi, Yumi
Staðsetning Vanúatú
Höfuðborg Port Vila
Opinbert tungumál bislama, enska og franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Tallis Obed Moses
Forsætisráðherra Bob Loughman Weibur
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi og Frakklandi 30. júlí 1980 
Flatarmál
 - Samtals
157. sæti
12.189 km²
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
181. sæti
307.815
19,7/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 0,820 millj. dala (178. sæti)
 - Á mann 2.850 dalir (155. sæti)
VÞL (2019) Increase2.svg 0.609 (140. sæti)
Gjaldmiðill vatú (VUV)
Tímabelti UTC+11
Þjóðarlén .vu
Landsnúmer +678

Lýðveldið Vanúatú (bislama Ripablik blong Vanuatu; enska Republic of Vanuatu; franska République de Vanuatu) er eyríki í Suður-Kyrrahafi, 1.750 km austan við Ástralíu og 500 km norðaustan við Nýju-Kaledóníu, vestan við Fídjieyjar og sunnan við Salómonseyjar. Eyjaklasinn telur 83 eldfjallaeyjar.

Upphaflega voru eyjarnar byggðar Melanesum. Fyrstu Evrópubúarnir sem komu þangað var spænskur leiðangur undir stjórn Portúgalans Fernandes de Queirós árið 1606. Queirós gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd Spánarkonungs sem hluta af Spænsku Austur-Indíum, og nefndi stærstu eyjuna La Austrialia del Espíritu Santo. Á 18. öld hófu Evrópubúar að setjast þar að og 1880 gerðu bæði Bretland og Frakkland tilkall til yfirráða yfir hlutum eyjanna. 1906 settu löndin þar upp sameiginlegt yfirráðasvæði sem hét Nýju-Suðureyjar (New Hebrides). Á 8. áratugnum jókst þrýstingur á sjálfstæði sem fékkst árið 1980.

Frá sjálfstæði hefur Vanúatú gerst aðili að Sameinuðu þjóðunum, Breska samveldinu, Samtökum frönskumælandi ríkja og Kyrrahafseyjaráðinu.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar[breyta | breyta frumkóða]

Héruð Vanúatú.

Frá 1994 hefur Vanúatú verið skipt í sex héruð.[1][2] Ensku nöfnin á héruðunum eru mynduð úr fyrstu stöfunum í heitum eyjanna sem mynda þau:

  • Malampa (Malakula, Ambrym, Paama)
  • Penama (Pentecost, Ambae, Maewo)
  • Sanma (Santo, Malo)
  • Shefa (Shepherds-eyjar, Efate)
  • Tafea (Tanna, Aniwa, Futuna, Erromango, Aneityum)
  • Torba (Torres-eyjar, Banks-eyjar)

Héruðin eru sjálfstjórnareiningar með héraðsráð sem kosið er í í almennum kosningum. Héraðsráðin innheimta skatta og setja lög um málefni héraðanna, fjárhag þeirra og grunnþjónustu. Fyrir héraðsráðunum fara héraðsforsetar sem kosnir eru af héraðsráðinu og hafa sér til aðstoðar héraðsritara sem skipaður er af nefnd um opinbera þjónustu.

Framkvæmdavaldið í héraði er í höndum héraðsstjórnar sem héraðsformaður fer fyrir, en hann er skipaður af forsætisráðherra landsins samkvæmt ráði sveitarstjórnarráðherra. Héraðsstjórnin er venjulega mynduð af þeim flokki sem hefur meirihluta í héraðsráðinu. Staðbundið höfðingjaráð hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart héraðsstjórninni í málefnum sem varða menningu og tungumál. Héraðsforseti situr í kjörmannaráði sem kýs forseta Vanúatú.

Héruðin skiptast í sveitarfélög (oftast eitt á hverri eyju) sem er stjórnað af sveitarstjórn og sveitarstjóra sem kosinn er af stjórn.[3]

Íbúar[breyta | breyta frumkóða]

Tungumál[breyta | breyta frumkóða]

Bislama er þjóðtunga Vanúatú, en enska og franska eru líka opinber tungumál landsins og þau mál sem helst eru notuð í menntakerfinu. Hvort enska eða franska eru helst notuð fer eftir pólitískum átakalínum.[4]

Bislama er kreólamál sem varð til í þéttbýli. Það byggist á málfræði og hljóðkerfisfræði úr melanesískum málum með orðaforða sem er að miklu leytu úr ensku. Bislama er helsta samskiptamál eyjaklasans og meirihluti íbúa lærir það sem annað mál.

Auk þessara mála eru 113 frumbyggjamál töluð á eyjunum. Öll nema þrjú eru suðureyjaálfumál, en hin þrjú eru pólýnesísk mál.[5] Vanúatú er með flest tungumál á íbúa af öllum löndum heims, með aðeins 2000 mælendur að meðaltali á hvert tungumál.[6] Öll málin, nema bislama, tilheyra eyjaálfumálagrein ástrónesískra mála.

Á síðustu árum hefur notkun frumbyggjamála látið undan síga fyrir bislama. Notkun þeirra minnkaði úr 73,1% 1999 í 63,2% 2009.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Vanuatu“. Statoids. Sótt 28. ágúst 2020.
  2. „Profile – Vanuatu“. CIA. Sótt 28. ágúst 2020.
  3. „Vanuatu Councils“. Statoids. Sótt 28. ágúst 2020.
  4. Miles, William F. S. (Júní 1994). „Francophonie in Post-Colonial Vanuatu“. The Journal of Pacific History. 29 (1): 49–65. doi:10.1080/00223349408572758. JSTOR 25169202.
  5. „Culture of Vanuatu“. Vanuatu Tourism Office. Afrit af upprunalegu geymt þann 20 May 2007. Sótt 16 July 2007.
  6. Crowley 2000(en)
  7. François, Alexandre (2012). „The dynamics of linguistic diversity: Egalitarian multilingualism and power imbalance among northern Vanuatu languages“. International Journal of the Sociology of Language. De Gruyter. 2012 (214): 85–110. doi:10.1515/ijsl-2012-0022. S2CID 145208588.


Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.