Laurence Fishburne
Laurence Fishburne | |
|---|---|
Laurence Fishburne | |
| Upplýsingar | |
| Fæddur | Laurence John Fishburne III 30. júlí 1961 Augusta í Georgíu í Bandaríkjunum |
| Ár virkur | 1981 - |
| Helstu hlutverk | |
| Raymond Langton í CSI: Crime Scene Investigation Ike Turner í What's Love Got to Do With It Morpheus í The Matrix | |
Laurence John Fishburne III (fæddur 30. júlí 1961) er bandarískur leikari, leikskáld, leikstjóri og framleiðandi. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í Matrix-myndunum, What's Love Got to Do with It og CSI: Crime Scene Investigation.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Fishburne fæddist í Augusta í Georgíu.[1] Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur og hannflutti með móður sinni til Brooklyn í New York-borg þar sem hann ólst upp. Hann hitti föður sinn einu sinni í mánuði.[2][3] Hann útskrifaðist frá Lincoln Square Academy í New York, sem var lokað á níunda áratugnum.
Fishburne giftist leikkonunni Hajnu Moss árið 1985 í Eþíópíu. Saman eiga þau tvö börn: Langston og Montana. Fishburne og Moss skildu um miðjan tíunda áratuginn. Fishburne giftist Ginu Torres árið 2002. Þau eiga saman eitt barn, Delilah, sem er fædd 2007, og búa í New Rochelle í New York.[4] Einnig á hann heimili í New York-borg í Castle Village-hlutanum af Washington Heights á Manhattan.[5]
Þann 24. febrúar 2007 var Fishburne heiðraður með Artist of the Year-verðlaununum frá Harvard Foundation á hinni árlegu sýningu Cultural Rhythms. Hann fékk þessa viðurkenningu sem leikari og skemmtikraftur en einnig fyrir framlög til mannúðarmála. Fishburne er UNICEF-sendiherra.[6] Bæjarstórinn í borginni Cambridge í Massachusetts gaf honum lykilinni að borginni og lýsti 24. febrúar „Laurence Fishburne-daginn“ í borginni.
Í maí 2009 kom Fishburne fram á sviði á National Memorial Day-tónleikunum á Mall í Washington, D.C.[7]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Á níunda áratugnum kom hann fram í leikritum á borð við Short Eyes (1984) og Loose Ends (1987). Bæði voru þau sýnd við Second Stage Theatre í New York-borg.
Árið 1991 vann hann Tony-verðlaunin fyrir frammistöðu sína í leikriti August Wilson Two Trains Running.
Árið 2006 lék hann á móti Angelu Bassett í Pasadena Playhouse-uppfærslunni á leikriti August Wilson Fences.[8]
Í apríl 2008 sneri Fishburne aftur á leiksvið fyrir Broadway-sýninguna Thurgood, sem er nýtt leikrit eftir George Stevens, Jr. og leikstýrt af Leonard Foglia. Thurgood var frumsýnt við Booth Theatre þann 30. apríl 2008.[9] Hann vann Drama Desk Award fyrir besta einleikinn.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fishburne byrjaði að leika tólf ára þegar hann fékk sitt fyrsta hlutverk árið 1973 sem Joshua Hall í sápuóperunni, One Life to Live. Fishburne lék aukahlutverk sem Cowboy Curtis með persónu Paul Reubens, Pee Wee Herman, í barnaþáttunum Pee-Wee's Playhouse. Einnig kom hann fram í M.A.S.H.-þættinum „The Tooth Shall Set You Free“ sem Dorsey korporáll.
Þann 18. ágúst 2008 var greint frá því að Fishburne myndi ganga til liðs við CSI: Crime Scene Investigation eftir að William Petersen yfirgæfi þáttinn.[10] Fishburne gekk til liðs við þáttinn í níunda þætti 9. þáttaraðar sem háskólaprófessor og fyrrverandi meinafræðingur.[11] Persónan var kynnt til sögunnar sem ráðgjafi í „19 Down“, sem síðan gengur til liðs við CSI-liðið í „One to Go“. Samkvæmt viðtölum við framleiðendur þegar tilkynningin var gefin út hefur persóna hans það einkenni að geta séð sjálfan sig í raðmorðingjum, nokkuð sem persónan mun ekki segja frá, en það er eitthvað sem fær hann til þess að skilja af hverju ákveðnir glæpamenn verða svona ofbeldishneigðir. Fishburne var einnig spurður og sagðist vera í sæluvímu yfir því að ganga til liðs við þáttinn og ánægður með að fá að leika svona flókna persónu. Hann varð einn af aðalleikurum þáttaraðarinnar í þættinum sem var frumsýndur 22. janúar 2009. Hann yfirgaf þættina í lok elleftu þáttaraðar árið 2011.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Fishburne var árið 1975 í myndinni Cornbread, Earl and Me. Árið 1976 fékk hann aukahlutverk í kvikmynd Francis Ford Coppola, Apocalypse Now, þar sem hann lék sautján ára sjómann sem var kallaður mister Clean. Framleiðsla myndarinnar hófst í mars 1976 þegar hann var aðeins fjórtán ára, en hann hafði logið til um aldur til þess að fá hlutverkið. Upptökur tóku svo langan tíma að hann var orðinn sautján ára þegar þeim lauk.
Á fyrri hluta níunda áratugarins lék Fishburne lítið hlutverk í mynd Stevens Spielberg Purpuraliturinn. Árið 1987 lék hann í þriðju Martröð á Álmstræti-myndinni sem einn af sjúkraliðunum á spítalanum. Að auki lék Fishburne persónuna Dap í mynd Spike Lee School Daze (1988). Hann fékk hrós fyrir leik sinn í myndinni, en persónan var afrísk-amerískur stúdent við HBCU.
Árið 1990 lék hann Jimmy Jump í King of New York og árið 1991 lék hann í Boyz N The Hood. Árið 1993 fékk hann sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem Ike Turner í What's Love Got to Do with It. Árið 1997 lék Fishburne í vísindahrollvekjunni Event Horizon ásamt Sam Neill. Nú er Fishburne hins vegar þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Morpheus í vísindaskáldsögumyndinni The Matrix.
Fishburne lék hlutverk Morpheus í tveimur framhaldsmyndum af Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions. Hann lék á móti Tom Cruise í Mission: Impossible III.
Tónlistarmyndbönd
[breyta | breyta frumkóða]Fishburne kom fram stuttlega sem sjúkraflutningamaður í tónlistamyndbandi fyrir hljómsveitina The Spooks, í laginu „Things I've Seen“ (2000).
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Þessa grein þarf að uppfæra. |
| Kvikmyndir | |||
|---|---|---|---|
| Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
| 1972 | If You Give a Dance, You Gotta Pay the Band | Fish | Sjónvarpsmynd |
| 1973-1976 | One Life to Live | Dr. Joshua „Josh“ Hall | Sjónvarpssería |
| 1975 | Cornbread, Earl and Me | Wilford Robinson | sem Laurence Fishburne III |
| 1979 | Fast Break | Götubarn | sem Laurence Fishburne III |
| 1979 | Apocalypse Now | Tyrone „Clean“ Miller | sem Larry Fishburne |
| 1980 | The Six O'Clock Follies | Robby Robinson | Sjónvarpssería |
| 1980 | Willie & Phil | Wilson | sem Laurence Fishburne III |
| 1980 | A Rumor of War | Lightbulb | sem Larry Fishburne |
| 1982 | Death Wish II | Cutter | sem Laurence Fishburne III |
| 1983 | I Take These Men | Hank Johnson | Sjónvarpsmynd Larry Fishburne |
| 1983 | For Us the Living: The Medgar Evers Story | Jimbo Collins | Sjónvarpsmynd sem Larry Fishburne |
| 1993 | Rumble Fish | Midget | sem Larry Fishburne |
| 1984 | The Cotton Club | Bumpy Rhodes | sem Larry Fishburne |
| 1985 | The Color Purple | Swain | sem Larry Fishburne |
| 1986 | Quicksilver | Vodoo | sem Larry Fishburne |
| 1986 | Band of the Hand | Cream | sem Larry Fishburne |
| 1987 | A Nightmare on Elm Street: Dream Warriors | Max | sem Larry Fishburne |
| 1987 | Gardens of Stone | Sgt. Flanagan | sem Larry Fishburne |
| 1987 | Cherry 2000 | Glu Glu lögfræðingur | sem Larry Fishburne |
| 1988 | School Daze | Dap | |
| 1988 | Red Heat | Lt. Charlie Stobbs | sem Larry Fishburne |
| 1990 | King of New York | Jimmy Jump | sem Larry Fishburne |
| 1990 | Cadence | Roosevelt Stokes | sem Larry Fishburne |
| 1990 | Decoration Day | Michael Waring, DOD Man | Sjónvarpsmynd |
| 1991 | Class Action | Nick Holbrook | sem Larry Fishburne |
| 1991 | Boyz n the Hood | Furious Styles | sem Larry Fishburne |
| 1992 | Deep Cover | Russell Stevens Jr. / John Hull | sem Larry Fishburne |
| 1993 | What's Love Got to Do with It | Ike Turner, Sr. | |
| 1993 | Searching for Bobby Fischer | Vinnie | |
| 1995 | Higher Learning | Prófessor Maurice Phipps | |
| 1995 | Bad Company | Nelson Crowe / Kynnir | |
| 1995 | Just Cause | Fógetinn Tanny Brown | |
| 1995 | The Tuskegee Airmen | Hannibal Lee | Sjónvarpsmynd |
| 1995 | Othello | Othello | |
| 1996 | Before Your Eyes | Kynnir | Sjónvarpsmynd |
| 1996 | Fled | Charles Piper | |
| 1997 | Miss Evers' Boys | Caleb Humphries | Sjónvarpsmynd |
| 1997 | Event Horizon | Kapteinn Miller | |
| 1997 | Hoodlum | Bumpy Johnson | |
| 1998 | Always Outnumbered | Socrates Fortlow | Sjónvarpsmynd |
| 1999 | The Matrix | Morpheus | |
| 2000 | Once in the Life | 20 / 20 Mike | |
| 2001 | Osmosis Jones | Thrax | Talaði inn á |
| 2003 | Biker Boyz | Smoke | |
| 2003 | The Matrix Reloaded | Morpheus | |
| 2003 | Enter the Matrix | Morpheus | Tölvuleikur Talaði inn á |
| 2003 | Decoded: The Making of „The Matrix Reloaded“ | Hann sjálfur | Sjónvarpsmynd |
| 2003 | Mystic River | Sgt. Whitey Powers | |
| 2003 | The Matrix Revolutions | Morpheus | |
| 2005 | Assault on Precinct 13 | Marion Bishop | |
| 2005 | The Matrix Online | Morpheus | Tölvuleikur Talaði inn á |
| 2005 | Kiss Kiss Bang Bang | Bear in Genaros Beer Commerical | óskráður á lista Talaði inn á |
| 2005 | True Crime: New York City | Isaiah Reed | Tölvuleikur Talaði inn á |
| 2006 | Akeelah and the Bee | Dr. Larabee | |
| 2006 | Mission: Impossible III | Theodore Brassel | |
| 2006 | Five Fingers | Ahmat | |
| 2006 | Bobby | Edward | |
| 2007 | Teenage Mutant Ninja Turtles | Kynnir | Talaði inn á |
| 2007 | Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer | The Silver Surfer | Talaði inn á |
| 2007 | The Death and Life of Bobby Z | Tad Gruzsa | |
| 2008 | 21 | Cole Williams | |
| 2008 | Tortured | Archie Green | |
| 2008 | Days of Wrath | ónefnt hlutverk | |
| 2009 | Black Water Transit | Jack | |
| 2009 | Armored | Baines | |
| 2009 | CSI: Crime Scene Investigation – Deadly Intent | Raymond „Ray“ Langston | Tölvuleikur í eftirvinnslu |
| 2009 | CR: Enter the Matrix | Morpheus | Tölvuleikur |
| 2010 | Predators | Noland | |
| 2011 | Contagion | Dr. Ellis Cheever | Kvikmyndatökur í gangi |
| 2011 | 4Chosen | Ralph Menar | Í frumvinnslu |
| Sjónvarp | |||
| Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
| 1981 | Trapper John, M.D. | Hobie | Þáttur: Finders Keepers sem Larry Fishburne |
| 1982 | MASH | Undirliðsþjálfinn Dorsey | Þáttur: The Tooth Shall Set You Free sem Larry Fishburne |
| 1982 | Strike Force | F.T. | Þáttur: Humiliation sem Larry Fishburne |
| 1986 | Hill Street Blues | Maurice Haynes | Þáttur: Look Homeward, Ninja |
| 1986 | Miami Vice | Fangavörðurinn Keller | Þáttur: Walk-Alone |
| 1986-1987 | Pee-wee's Playhouse | Cowboy Curtis | 3 þættir |
| 1987 | Spenser: For Hire | David Mukende | Þáttur: Personal Demons |
| 1989 | The Equalizer | Casey Taylor | Þáttur: Race Traitors |
| 1991 | The American Experience | Martin Delany | Þáttur: The Massachusetts 54th Colored Infantry |
| 1993 | Tribeca | Martin | Þáttur: The Box |
| 2008- til dags | CSI: Crime Scene Investigation | Dr. Raymond Langston | 62 þættir |
| 2009 | CSI: Miami | Dr. Raymond Langston | Þáttur: Bone Voyage |
| 2009 | CSI: NY | Dr. Raymond Langston | Þáttur: Hammer Down |
Framleiðandi
[breyta | breyta frumkóða]- TriBeCa (1993)
- Hoodlum (1997)
- Once in the Life (2000)
- Akeelah and the Bee (2006)
Handritshöfundur
[breyta | breyta frumkóða]- Once in the Life (2000)
Leikstjóri
[breyta | breyta frumkóða]- Once in the Life (2000)
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Óskarsverðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 1994: Tilnefndur sem besti leikari fyrir What's Love Got to Do with It
Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films
[breyta | breyta frumkóða]- 2000: Tilnefndur sem besti aukaleikari fyrir The Matrix
Acapulco Black-kvikmyndahátíðin
[breyta | breyta frumkóða]- 1998: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Hoodlum
BET-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2004: Tilnefndur sem besti leikari
Black Movie-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2006: Verðlaun sem besta kvikmyndin fyrir Akeelah and the Bee
- 2006: Verðlaun sem besti aukaleikari fyrir Akeelah and the Bee
Black Reel-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2011: Tilnefndur sem besti aukaleikari fyrir Predators
- 2007: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndina fyrir Akeelah and the Bee
- 2007: Tilnefndur sem besti aukaleikari fyrir Akeelah and the Bee
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Matrix
Blockbuster Entertainment-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2000: Verðlaun sem besti aukaleikari fyrir The Matrix
Boston Society of Film Critics-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2003: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Mystic River
CableACE-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 1997: Verðlaun sem besta kvikmyndin fyrir Miss Ever´s Boys
Chicago International-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2000: Career Achievement-verðlaunin
Emmy-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 1997: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsmynd fyrir Miss Ever's Boys
- 1997: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Miss Ever's Boys
- 1996: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Tuskegee Airmen
- 1993: Verðlaun sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Tribeca
Golden Globe-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 1996: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Tuskegee Airmen
Hollywood-kvikmyndahátíðin
[breyta | breyta frumkóða]- 2006: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Bobby
Image-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2011: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2009: Tilnefndur sem besti aukaleikari í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2007: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Akeeleh and the Bee
- 2006: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Assault on Precinct 13
- 2004: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Matrix: Revolution
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Matrix
- 1999: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Always Outnumbered
- 1998: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Miss Ever's Boys
- 1998: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Hoodlum
- 1996: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Tuskegee Airmen
- 1996: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Othello
Independent Spirit-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 1993: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Cover Lead
MTV Movie-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2000: Verðlaun fyrir bestu slagsmálin með Keanu Reeves fyrir The Matrix
- 2000: Tilnefndur sem besta par í kvikmynd fyrir The Matrix
PGA-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 1998: Television Producer of the Year award in Longform fyrir Miss Ever's Boys
Phoenix-kvikmyndahátíðin
[breyta | breyta frumkóða]- 2006: Copper Wing Tribute-verðlaunin
Satellite-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 1999: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Always Outnumbered
Screen Actors Guild-verðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Bobby
- 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Mystic River
- 1996: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Tuskegee Airmen
ShoWest Convention USA
[breyta | breyta frumkóða]- 2008: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir 21
- 2006: Distinguished Decade of Achievement in Film
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Laurence Fishburne“. Filmreference. Sótt 8. apríl 2008.
- ↑ „Laurence Fishburne: Biography“. Yahoo. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. febrúar 2010. Sótt 31. janúar 2007.
- ↑ „Laurence Fishburne: Flying Fish“. Cigaraficionado.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júní 2007. Sótt 24. maí 2007.
- ↑ „Biography of Lawrence Fishburne“. IMDB. Sótt 19. maí 2008.
- ↑ „Hudson Heights Delivers“. New York Daily News. 7. mars 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. febrúar 2009. Sótt 8. apríl 2008.
- ↑ „Harvard Foundation names UNICEF Ambassador Laurence Fishburne 2007 Artist of the Year“. UNICEF USA. 20. febrúar 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2007. Sótt 25. febrúar 2007.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 ágúst 2009. Sótt 14 október 2009.
- ↑ „Fences“. TheaterMania. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. janúar 2007. Sótt 1. febrúar 2007.
- ↑ „Laurence Fishburne is 'Thurgood' on Broadway Spring 2008“. Broadway World. 24. október 2007. Sótt 8. apríl 2008.
- ↑ „„Laurence Fishburne & John Malkovich Investigated For 'CSI' Role"“. Starpulse Entertainment News Blog. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2012. Sótt 14 október 2009.
- ↑ „„Laurence Fishburne joins CSI"“. CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 31 ágúst 2008. Sótt 14 október 2009.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Laurence Fishburne“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. október 2009.