11. október
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
11. október er 284. dagur ársins (285. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 81 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1614 - Adriaen Block og hópur kaupmanna í Amsterdam óskuðu eftir því við hollenska þingið að fá einkaleyfi á verslun í Nýja Hollandi.
- 1671 - Friðrik 4. Danakonungur (d. 1730).
- 1689 - Pétur mikli varð keisari í Rússlandi.
- 1693 - Frakkar tóku borgina Charleroi á Vallandi.
- 1899 - Seinna Búastríðið hófst í Suður-Afríku.
- 1975 - Fyrsti þátturinn af Saturday Night Live fór í loftið hjá NBC.
- 1977 - Opinberir starfsmenn í BSRB fóru í sitt fyrsta verkfall. Samið var hálfum mánuði síðar.
- 1979 - Fidel Castro hélt ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti í 19 ár.
- 1980 - Samtökin FMLN voru stofnuð í El Salvador.
- 1982 - Skipinu Mary Rose sem sökk við Isle of Wight árið 1545 var lyft af hafsbotni.
- 1984 - Kathryn D. Sullivan varð fyrsta bandaríska konan sem fór í geimgöngu frá geimskutlunni Challenger.
- 1986 - Leiðtogafundurinn í Höfða: Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev hittust í Reykjavík og ræddu um fækkun kjarnorkuvopna.
- 1987 - Spænsk þota varð eldsneytislaus í grennd við Ísland og nauðlenti á hafinu um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Sex mönnum var bjargað úr gúmmíbjörgunarbát um borð í Þorlák ÁR.
- 1988 - Fyrsta konan var kosin forseti sameinaðs Alþingis og var það Guðrún Helgadóttir.
- 1990 - Útvarpsþátturinn Party Zone hóf göngu sína á útvarpsstöðinni Útrás.
- 1991 - Íslenska landsliðið í bridds sigraði á heimsmeistaramóti í Japan, þar sem tákn sigursins var hin fræga Bermúdaskál.
- 1991 - Utanríkisleyniþjónusta Rússneska Sambandsríkisins var stofnuð til að taka við af KGB.
- 1993 - Norski útgefandinn William Nygaard yngri var skotinn fyrir utan heimili sitt.
- 1997 - Pride Fighting Championships, samtök um blandaðar bardagaíþróttir, héldu sitt fyrsta mót í Tókýó.
- 1997 - Evrópuráðið ákvað að stofna mannréttindadómstól.
- 2000 - Reykjavíkurborg seldi húsið Esjuberg við Þingholtsstræti til hugbúnaðarfyrirtækisins OZ fyrir 70 milljónir. Þar stóð til að stofna frumkvöðlasetur en húsið hýsti áður Borgarbókasafn Reykjavíkur. Tveimur árum síðar seldi OZ svo húsið til norska myndlistarmannsins Odd Nerdrum fyrir 100 milljónir.
- 2000 - 950.000 rúmmetrar af kolasora flæddu út í Martin-sýslu í Kentucky.
- 2001 - Polaroid Corporation sótti um gjaldþrotaskipti.
- 2007 - REI-málið: Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur sprakk.
- 2007 - KR-TV hóf útsendingar.
- 2008 - Bankahrunið: Fyrstu mótmælin í búsáhaldabyltingunni fóru fram á Austurvelli.
- 2009 - Benedikt 16. páfi lýsti yfir helgi Damian de Veuster.
- 2011 - Úkraínska stjórnmálakonan Júlía Tímósjenkó var dæmd í 7 ára fangelsi fyrir misbeitingu valds.
- 2013 - 38 fórust þegar bát með flóttafólki hvolfdi í Sikileyjarsundi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1671 - Friðrik 4. Danakonungur (d. 1730).
- 1672 - Pylyp Orlyk, úkraínskur höfuðsmaður (d. 1742).
- 1675 - Samuel Clarke, enskur heimspekingur (d. 1729).
- 1766 - Nólseyjar-Páll, færeysk þjóðhetja (d. 1808/1809).
- 1872 - Carl William Hansen, danskur rithöfundur og dulhyggjumaður (d. 1936).
- 1884 - Eleanor Roosevelt, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (d. 1962).
- 1885 - Francois Mauriac, franskur rithöfundur (d. 1970).
- 1887 - Stefán frá Hvítadal, íslenskt skáld (d. 1933).
- 1896 - Roman Jakobson, rússneskur málfræðingur (d. 1982).
- 1905 - Víktor Kravtsjenko, rússneskur embættismaður (d. 1966).
- 1928 - Jón Ásgeirsson, íslenskt tónskáld.
- 1951 - Jón Þorsteinsson, íslenskur óperusöngvari.
- 1955 - Haitham bin Tariq Al Said, soldán Ómans.
- 1957 - Dawn French, bresk gamanleikkona.
- 1958 - Bryndís Petra Bragadóttir, íslensk leikkona.
- 1962 - Pavel Černý, tékkneskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Halla Tómasdóttir, íslenskur hagfræðingur.
- 1969 - Konstantínus Hollandsprins.
- 1974 - Svanhildur Hólm Valsdóttir, íslenskur lögfræðingur.
- 1980 - Julie McNiven, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1256 - Þórður Sighvatsson kakali, íslenskur höfðingi (f. um 1210).
- 1303 - Bónifasíus 8. páfi.
- 1347 - Lúðvík 4., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1282).
- 1608 - Giovanni Ambrogio Figino, ítalskur listmálari.
- 1652 - Ari Magnússon í Ögri, sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (f. 1571).
- 1730 - Niels Kier, lögmaður sunnan og austan.
- 1802 - Hinrik Hansen, danskur kaupmaður (f. 1748).
- 1889 - James Prescott Joule, enskur eðlisfræðingur (f. 1818).
- 1896 - Anton Bruckner, austurrískt tónskáld (f. 1824).
- 1919 - Karl Adolph Gjellerup, danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1857).
- 1901 - James Bradstreet Greenough, bandarískur fornfræðingur (f. 1833).
- 1960 - Vilhjálmur Finsen, íslenskur ritstjóri (f. 1883).
- 1963 - Jean Cocteau, franskt skáld (f. 1889).
- 1968 - Jakob Guðjohnsen, íslenskur verkfræðingur (f. 1899).
- 1969 - Enrique Ballesteros, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1905).
- 1985 - Orson Welles, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1915).