Þingholtsstræti
Útlit
Þingholtsstræti er gata í miðbæ Reykjavíkur sem teygir sig frá þeim punkti þar sem Laufásvegur klofnar, nánar tiltekið við hringtorgið hjá breska og þýska sendiráðinu, liggur þaðan í norður og endar þar sem Bankastræti liggur þvert á það.
Húsin í Þingholtsstræti
[breyta | breyta frumkóða]- Hússtjórn var hús að Þingholtsstræti 28. Þann 24. desember árið 1957 kom upp eldur í húsinu í íbúð Bjarnþórs Þórðarsonar bóhems og þýðanda. Í húsinu bjó þá líka Jón Dúason fræðimaður og brann allt bókasafn hans í brunanum.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Farsóttarhúsið, Þingholtsstræti 25
- Þingholtsstræti 9
- Þingholtsstræti 29