Fara í innihald

Party Zone

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Party Zone (stundum nefndur Dansþáttur þjóðarinnar) er íslenskur útvarpsþáttur sem hóf göngu sína árið 1990 á útvarpsstöðinni Útrás 97,7. Þeir Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson hafa frá upphafi séð um þáttinn, sem hefur verið sendur út á Rás 2 frá árinu 2000. Þátturinn sérhæfir sig í því sem er efst á baugi í danstónlist hverju sinni og fær helstu plötusnúða landsins í heimsókn til að spila tónlist. Þátturinn var lengst af sendur út á laugardagskvöldum en í janúar 2010 flutti hann sig yfir á fimmtudagskvöld.

Party Zone hóf göngu sína haustið 1990 á útvarpsstöðinni Útrás 97,7 og var sendur út þar í um tvö ár. Árin 1993-1998 var þátturinn sendur út á útvarpsstöðinni X-inu. Árið 1999 var tekin ákvörðun um að flytja þáttinn á útvarpsstöðina Mónó en frá árinu 2000 hefur hann verið sendur út á Rás 2. Í janúar árið 2010 ákvað útvarpsstjórn Ríkisútvarpsins að þátturinn fengi ekki lengur að senda út á laugardagskvöldum og var um tím aútlit fyrir að þátturinn yrði að flytja sig á aðra útvarpsstöð.[1][2] Stjórnendur þáttarins ákváðu þó að taka boði útvarpsstjórnar um nýjan útsendingartíma á fimmtudagskvöldum.[3]

Party Zone spilar flestar stefnur rafrrænnar danstónlistar. Mest áberandi í gegnum tíðina hafa þó verið ýmis afbrigði hústónlistar og techno-tónlistar.

Party Zone listinn

[breyta | breyta frumkóða]

Party Zone listinn er ekki vinsældalisti heldur er hann ákveðinn af umsjónarmönnum þáttarins með hjálp frá plötusnúðum. Í upphafi var um 30 laga lista að ræða en þegar þátturinn var á Útrás var hann sex tíma langur. Síðan þá hefur útsendingartíminn styst og listinn einnig en lengst af var hann 20 laga listi.

Árslisti Party Zone

[breyta | breyta frumkóða]

Í janúar ár hvert sendir þátturinn út svokallaðan árslista, sem á að endurspegla þá tónlist sem þáttarstjórnendum, plötusnúðum og hlustendum fannst best á árinu sem leið. Listinn var upphaflega valinn af þáttastjórnendum og plötusnúðum þáttarins en síðar fengu hlustendur einnig atkvæði. Þá hefur þrisvar (nóvember 2003, nóvember 2004 og nóvember 2005) verið tekinn saman svokallaður „all-time“ listi, sem var valinn á sama hátt og átti að endurspegla bestu danstónlist allra tíma.

Party Zone hefur staðið að útgáfu fjögurra mix-diska:

  • Party Zone '94 (mixaður af Margeiri og Grétari)
  • Party Zone '95 (mixaður af Margeiri og Árna Einari)
  • Party Zone '96 (mixaður af Grétari og Frímanni)
  • Party Zone '97 (mixaður af Margeiri og Andrési)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Dansþáttur þjóðarinnar heimilislaus“[óvirkur tengill] á DV.is 20. janúar 2010 (Skoðað 27. janúar 2010).
  2. „Partíið víkur fyrir gítarrokki“[óvirkur tengill] í Fréttablaðinu 21. janúar 2010, bls. 36 (Skoðað 27. janúar 2010).
  3. „Party Zone heldur áfram á Rás 2“ Geymt 29 janúar 2010 í Wayback Machine á DV.is 27. janúar 2010 (Skoðað 27. janúar 2010).