Jón Þorsteinsson (söngvari)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Þorsteinsson (fæddur 11. október 1951) er íslenskur tenórsöngvari sem hefur lengstum starfað í Hollandi við Ríkisóperuna í Amsterdam, eða frá árinu 1980. Hann hlaut verðlaun í óratóríusöngkeppninni í Amsterdam árið 1983.

Jón stundaði fyrst söngnám í Noregi og í þrjú ár söng hann við Det Jyske Musikkonsvervatorium í Árósum. Síðan stundaði hann nám á Ítalíu og um tveggja ára skeið söng hann fyrstur Íslendinga í óperukór Wagner-tónlistarhátíðarinnar í Bayreuth í Þýskalandi. Hann hefur einnig túlkað og sungið kirkju- og nútímatónlist víðs vegar um Evrópu, unnið til verðlauna á þeim vettvangi og sungið einsöng á óperusviði og með kórum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Jón hefur einnig tekið þátt í starfi Pólýfónkórsins sem einsöngvari og einnig með Kór Langholtskirkju, Fílharmóníukórnum og Passíukórnum á Akureyri.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.