Fara í innihald

Borgarbókasafn Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grófarhúsið í Tryggvagötu 15

Borgarbókasafn Reykjavíkur er almenningsbókasafn Reykvíkinga. Safnið var stofnað árið 1919 en hóf starfsemi 1923. Í safninu eru um 500.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis. Aðalsafnið er í Grófarhúsinu í Tryggvagötu en þar eru einnig til húsa Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Safnið rekur vefinn bókmenntir.is.

Útlánsstaðir safnsins eru sjö:

  • Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15
  • Borgarbókasafnið Árbæ, Hraunbæ 119
  • Borgarbókasafnið Spönginni, Spönginni 41
  • Borgarbókasafnið Gerðubergi, Gerðubergi 3-5
  • Borgarbókasafnið Kringlunni, Kringlunni við Listabraut
  • Borgarbókasafnið Sólheimum, Sólheimum 27
  • Borgarbókasafnið Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 122-124

Frá 1968 til 2022 fór bókabíll (sérinnréttaður strætisvagn) um þau hverfi þar sem ekki var útlánastaður.