Orson Welles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Orson Welles
Orson Welles
Orson Welles í hlutverki Falstaff í kvikmyndinni Chimes at Midnight (1966).
Fædd(ur) 9. október 1859
Kenosha, Wisconsin, Bandaríkjunum
Látin(n) 12. júlí 1935
Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Starf/staða Leikari, leikstjóri, framleiðandi, handritshöfundur
Maki Virginia Nicolson (gift 1934–1940); Rita Hayworth (gift 1943–1947); Paola Mori (gift 1955–1985)
Undirskrift

George Orson Welles (6. maí 1915 – 10. október 1985) var bandarískur leikari, leikstjóri, rithöfundur og framleiðandi sem vann í leikhúsi, útvarpi og kvikmyndum. Hann var frumkvöðull í öllum þremur miðlunum: Á leiksviðinu var hann meðal annars þekktur fyrir útfærslu sína á leikritinu Júlíus Sesar eftir William Shakespeare á Broadway (1937), í útvarpi fyrir útvarpsleikritið Innrásina frá Mars[1] (1938) og á hvíta tjaldinu fyrir kvikmyndina Citizen Kane (1941) sem gjarnan er talin ein besta mynd allra tíma.

Á þrítugsaldri leikstýrði Welles ýmsum ríkisstyrktum uppsetningum, þ.á.m. uppsetningu á Makbeð með svörtum leikurum og pólitíska söngleiknum The Cradle Will Rock. Árið 1937 stofnaðu þeir John Houseman Mercury-leikhúsið, sjálfstætt fyrirtæki sem setti upp ýmsar sýningar á Broadway til ársins 1941. Welles öðlaðist frægð bæði innanlands og erlendis sem leikstjóri og sögumaður útvarpsleikritsins Innrásarinnar frá Mars, byggðu á samnefndri bók eftir H. G. Wells. Leikritið þótti svo raunverulegt að margir héldu að innrás úr geimnum stæði í raun yfir og óttuðust um líf sitt. Sumar samtímaheimildir greina frá því að frásagnir um ofsahræðslu hlustenda hafi verið ýktar[2] en þó gerði útsendingin Welles að stjörnu.

Fyrsta kvikmynd Welles var Citizen Kane (1941), sem hann skrifaði, framleiddi og leikstýrði og lék aðalhlutverk titilpersónunnar Charles Foster Kane. Welles var utangarðsmaður í Hollywood-stúdíókerfinu og átti aðeins eftir að leikstýra 13 kvikmyndum í fullri lengd á ferli sínum. Hann barðist í sífellu fyrir að viðhalda stjórn á verkefnum sínum frá kvikmyndaframleiðendunum og seinna frá ýmsum sjálfstæðum fjárfestum. Margar myndir hans voru aldrei fullunnar og gefnar út. Leikstjórnarstíll Welles var auðþekkjanlegur: Í verkum hans eru atriði sögunnar oft ekki sagð í línulaga tímaröð, skil á milli skugga og ljóss eru afar skörp líkt og á olíumálverkum, sjónarhorn myndavélarinnar eru einkennileg og margar hljóðbrellur úr útvarpi notaðar. Welles hefur verið lýst sem auteur, eða sjálfstæðum listamanni sem viðhélt stjórn á öllum öngum verka sinna.[3]

Welles gerði 12 kvikmyndir á eftir Citizen Kane. Myndirnar The Magnificent Ambersons (1942), Touch of Evil (1958) og Chimes at Midnight (1966) þykja meðal hans bestu verka, en myndirnar The Lady from Shanghai (1947)[4] og F for Fake (1973)[5] eru einnig hátt skrifaðar.

Árið 2002 var Welles kjörinn besti kvikmyndaleikstjóri allra tíma í tveimur skoðanakönnunum bresku kvikmyndastofnunarinnar meðal leikstjóra og gagnrýnenda.[6][7] Welles var þekktur fyrir djúpa rödd sína[8] og lék í fjölmörkum Shakespeare-leikritum, útvarpsútsendingum auk þess sem hann var flinkur töframaður.

TIlvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Schwartz, A. Brad 2015, Broadcast Hysteria: Orson Welles's War of the Worlds and the Art of Fake News. New York: Hill and Wang. bls: 336.
  2. Bartholomew, Robert E. 2001, Little Green Men, Meowing Nuns, and Head-Hunting Panics: A Study of Mass Psychogenic Illness and Social Delusion. Jefferson, N.C.: McFarland. bls: . Skoðað March 30, 2010.
  3. Rosenbaum, Jonathan, Discovering Orson Welles. Berkeley and Los Angeles, California: University of California Press, 2007
  4. „List-o-Mania, or, How I Learned to Stop Worrying and Love American Movies". . (Jonathan Rosenbaum). June 25, 1998. Skoðað 9. maí 2015.
  5. „Great Movie: Chimes at Midnight". . (Roger Ebert). June 4, 2006. Skoðað 9. maí 2015.
  6. „Sight & Sound |Top Ten Poll 2002 – The Directors' Top Ten Directors". . (BFI). September 5, 2006. Skoðað December 30, 2009.
  7. „Sight & Sound |Top Ten Poll 2002 – The Critics' Top Ten Directors". . (BFI). September 5, 2006. Skoðað December 30, 2009.
  8. Christey, Jaime N.„Archived copy". . Geymt frá upphaflegu greininni February 9, 2010. Skoðað June 17, 2015.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist