1742
Ár |
Áratugir |
Aldir |

Flosagjá á Þingvöllum.
Árið 1742 (MDCCXLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
- 30. mars - Sveinn Sölvason varð varalögmaður norðan lands og vestan.
- 30. júní - Sunnefumál: Hans Wium sýslumaður dæmdi systkinin Sunnefu Jónsdóttur og Jón Jónsson Sunnefubróður til dauða fyrir sifjaspell, en þau höfðu eignast barn saman.
- Hörmangarafélagið í Kaupmannahöfn tók við allri Íslandsverslun.
- Gunnar Pálsson varð skólameistari í Hólaskóla.
- Jón Árnason Skálholtsbiskup lét prenta nýja sálmabók í Kaupmannahöfn.
Fædd
- Ragnheiður Einarsdóttir á Reynistað, móðir Reynistaðarbræðra (d. 1814).
Dáin
- 14. janúar - Þórður Þorkelsson Vídalín, umboðsmaður og læknir (f. 1661).
- 24. júlí - Nikulás Magnússon, sýslumaður í Rangárvallasýslu, drekkti sér í Flosagjá (f. 1700).
Opinberar aftökur
- Þórður og Ögmundur Bjarnasynir, „útileguþjófar“, teknir af lífi á Þingskálaþingi.[1]
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
- 24. janúar - Karl 7. Albert varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 16. febrúar - Spencer Compton, jarl af Wilmington, varð forsætisráðherra Bretlands.
- 13. apríl - Óratórían Messías eftir Händel frumflutt í Dyflinni á Írlandi.
- 13. nóvember - Konunglega danska vísindafélagið var stofnað.
- Sænski stjörnufræðingurinn Anders Celsius skilgreindi Celsius-kvarðann en setti þó frostmark við 100 °C og suðupunktinn við núll gráður.
Fædd
Dáin
- 14. janúar - Edmond Halley, breskur stjörnufræðingur (f. 1656).
- 4. júlí - Guido Grandi, ítalskur prestur og stærðfræðingur (f. 1671).
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.