Kentucky

Kentucky er eitt af fylkjum Bandaríkjanna. Kentucky liggur að Illinois, Indiana og Ohio í norðri, Vestur-Virginíu og Virginíu í austri, Tennessee í suðri og Missouri í vestri. Kentucky er 104.659 ferkílómetrar að flatarmáli eða örlítið stærra en Ísland.
Höfuðborg fylkisins heitir Frankfort en Louisville er stærsta borg fylkisins. Lexington er næst stærst. Íbúar Kentucky eru um 4,5 milljónir (2020).