Fara í innihald

Jakob Guðjohnsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jakob Guðjohnsen (f. 23. janúar 1899, d. 11. október 1968) var íslenskur verkfræðingur og rafmagnsstjóri í Reykjavík.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Jakob fæddist á Húsavík, sonur Stefáns Guðjohnsens verslunarstjóra og konu hans. Hann lauk verkfræðiprófi í Kaupmannahöfn 1926 og hóf þá þegar störf sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og gegndi starfi rafmagnsstjóra frá 1961 til dauðadags.

Samhliða störfum sínum fyrir Rafmagnsveituna kom Jakob að ýmsum verklegum framkvæmdum á sviði orkumála. Hann var t.a.m. ráðunautur við smíði Andakílsárvirkjunar.