Víktor Kravtsjenko

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Víktor Andrejevítsj Kravtsjenko (rússneska: Виктор Андреевич Кравченко (f. 11. október 1905 í Jekaterínoslav, d. 25. febrúar 1966 á Manhattan í New York-borg), var rússneskur embættismaður, sem sótti um hæli í Bandaríkjunum 1944 af stjórnmálaástæðum. Hann skrifaði síðan bókina Ég kaus frelsið (I Chose Freedom) um reynslu sína, og kom hún út á íslensku 1951. Þegar kommúnistatímaritið Les Lettres françaises gerði harða árás á Kravtsjenko, höfðaði hann meiðyrðamál gegn því. Vöktu réttarhöldin, sem fóru fram í París 1949, heimsathygli. Var meðal annars deilt um, hvort þrælkunarbúðir væru í Ráðstjórnarríkjunum, og leiddi Kravtsjenko fram fjölda vitna, sem setið höfðu í slíkum búðum, þar á meðal Margarete Buber-Neumann. Hafði Kravtsjenko sigur í deilunni, þótt honum væru aðeins dæmdar táknrænar bætur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Stéphane Courtois o. fl.: Svartbók kommúnismans, þýð. og ritstj. Hannes H. Gissurarson. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2009. 828 bls.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Le procès Kravchenko, Compte-rendu stenographique. Albin Michel, París 1949.
  • Berberova, Nína Níkolajevna: Die Affäre Krawtschenko. Claassen, Hildesheim 1991.
  • Kern, Gary: The Kravchenko Case: One Man's War On Stalin. Enigma Books, New York 2007, ISBN 978-1-929631-73-5.
  • Kravchenko, Victor: Ég kaus frelsið, þýð. Lárus Jóhannesson. Prentsmiðja Austurlands, Seyðisfirði 1951.