Haitham bin Tariq Al Said

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Al Saíd-ætt Soldán Ómans
Al Saíd-ætt
Haitham bin Tariq Al Said
Haitham bin Tariq Al Said
هيثم بن طارق آل سعيد‎
Ríkisár 11. janúar 2020
SkírnarnafnHaitham bin Tariq
Fæddur11. október 1955 (1955-10-11) (68 ára)
 Múskat, Óman
Konungsfjölskyldan
Faðir Tariq bin Taimur
Móðir Shawana bint Hamud bin Ahmad Al-Busaidiyah
EiginkonaAhad bint Abdullah bin Hamad Al-Busaidiyah
BörnTheyazin bin Haitham
Bilarab bin Haitham
Thuraya bint Haitham
Omaima bint Haitham

Haitham bin Tariq Al Said (arabíska: هيثم بن طارق آل سعيد; f. 11. október 1955[1][2]) er núverandi soldáninn af Óman. Áður en hann varð soldán hafði hann gegnt embættum í ríkisstjórn frænda síns, soldánsins Qaboosar bin Said, í marga áratugi. Hann var menningarmálaráðherra frá 2002 til 2020.[3][4] Qaboos soldán útnefndi Haitham arftaka sinn í erfðaskrá sinni og Haitham var krýndur soldán þann 11. janúar 2020, fáeinum klukkustundum eftir dauða Qaboosar.[5]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Haitham bin Tariq gekk í Pembroke-skólann í Oxford-háskólann og útskrifaðist úr áfanga í utanríkisþjónustu árið 1979.[6]

Faðir Haithams var Tariq bin Taimur, sonur soldánsins Taimurs bin Feisal. Hann á sex bræður og tvær hálfsystur (þar á meðal Nawwal, fyrrum eiginkonu Qaboosar soldáns). Bróðir hans, Asa'ad bin Tariq, var varaforsætisráðherra í varnarmálum. Eldri bræður hans, Talal, Qais, Adham, og Faris, eru viðskiptamenn og eru ekki virkir í stjórnmálum.[heimild vantar] Hann á fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Elsti sonur hans, Theyazin bin Haitham, er krónprins Ómans.[7]

Bandaríska tímaritið The Economist lýsti Haitham sem víðsýnum og höllum undir Vesturveldin.[8]

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Haitham er íþróttaunnandi og var fyrsti forseti ómanska knattspyrnusambandsins á níunda áratugnum.[9] Hann var aðstoðarritari utanríkisráðuneytisins í pólitískum málefnum frá 1986 til 1993 og var síðar útnefndur aðalritari utanríkisráðuneytisins frá 1994 til 2002.[10][11] Hann var síðan útnefndur menningarmálaráðherra í mars árið 2002 og stýrði manntalsnefnd árið 2003.[12] Hann var yfirleitt fulltrúi Ómans erlendis[13] og tók árið 2016 á móti Karli Bretaprins og Kamillu hertogaynju í heimsókn til landsins.[14]

Haitham var jafnframt formaður nefndar um framtíðarsýn um „Óman 2040“ auk þess sem hann er heiðursforseti ómanska fötlunarsambandsins.[15]

The Economist taldi Haitham lítið hafa afrekað sem meðlimur í ríkisstjórn Qaboosar.[8]

Soldán Ómans[breyta | breyta frumkóða]

Þegar frændi Haithams, Qaboos soldán, lést þann 10. janúar 2020, var Haitham bin Tariq nefndur erfingi að krúnunni í erfðaskrá hans. Hann var krýndur soldán Ómans daginn eftir með vígsluathöfn á neyðarfundi ómanska ráðgjafarþingsins í Al-Bustan.[16] Ríkissjónvarp Ómans greindi frá því að varnarráð landsins hefði opnað innsiglað erfðaskrárbréf gamla soldánsins og tilkynnti að Haitham hefði verið lýstur nýr soldán stuttu síðar.[17] Sem soldán er Haitham um leið forsætisráðherra, hæstráðandi hersins og varnarmálaráðherra. Hann var jafnframt utanríkisráðherra og fjármálaráðherra til 18. ágúst 2020, en þá útnefndi hann Sayyid Badr bin Hamad bin Hamood Al Busaidi utanríkisráðherra og Sultan bin Salem bin Saeed al-Habsi fjármálaráðherra.[18][19] Í fyrstu opinberu ræðu sinni lofaði Haitham því að viðhalda friðargæslustefnu forvera síns og halda áfram að þróa efnahag Ómans.[14][20] Haitham bin Tarik er kvæntur og á börn, ólíkt forvera sínum.[21][22]

Þann 12. janúar 2021 gaf Haitham út konunglega tilskipan þar sem elsti sonur hans, Sayyid Theyazin bin Haitham, var lýstur fyrsti krónprins Ómans.[23] Hann breytti einnig lögum til þess að veita ríkisborgurum og íbúum Ómans tjáningar- og skoðanafrelsi og nam úr gildi lög sem heimiluðu ríkinu að vakta einkasímtöl og samskipti á samskiptamiðlum og í pósti. Hann veitti jafnframt réttindi til að iðka trúarbrögð samkvæmt viðurkenndum siðum svo lengi sem það bryti ekki í bága við samfélagsreglur eða almennt siðferði.[24]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Index Ha“. www.rulers.org.
  2. Valeri, Marc (21. janúar 2020). „Oman's new sultan faces mammoth challenges“. BBC. Sótt 21. janúar 2020.
  3. „Cabinet of Ministers“. Oman News Agency. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2015. Sótt 31. mars 2015.
  4. Appointing a Minister of Heritage and Culture, Royal Decree No11/2002, issued on 14 February 2002, published in issue 713 of the Official Gazette
  5. „Oman's new ruler Haitham bin Tariq takes oath: newspapers“. Reuters (enska). 11. janúar 2020. Sótt 11. janúar 2020.
  6. „Haitham bin Tariq appointed new ruler of Oman“. Arab News. 11. janúar 2020.
  7. „Oldest son of Oman's sultan becomes country's first crown prince“. www.aljazeera.com (enska).
  8. 8,0 8,1 „Sultan Qaboos, ruler of Oman for almost 50 years, has died“. The Economist. 11. janúar 2020.
  9. „New Oman ruler chosen by agreement, or secret letter“. France 24 (enska). 11. janúar 2020. Sótt 11. janúar 2020.
  10. Oman, Ministry of Legal Affairs (1986). Royal Decree No. 2/86. Official Gazette.
  11. Oman, Ministry of Legal Affairs (1994). Royal Decree No. 110/94. Official Gazette.
  12. Valeri, Marc (2009). Oman: Politics and Society in the Qaboos State (enska). C. Hurst. bls. 97, 124. ISBN 978-1-85065-933-4. Sótt 12. janúar 2020.
  13. „Haitham bin Tariq appointed new ruler of Oman“. Arab News (enska). 11. janúar 2020. Sótt 11. janúar 2020.[óvirkur tengill]
  14. 14,0 14,1 „Oman's new ruler Haitham bin Tariq promises good ties with all nations“. Arab News (enska). 11. janúar 2020. Sótt 12. janúar 2020.
  15. „The New Sultan of Oman: Haitham Bin Tariq Al Said“. gulfnews.com (enska). Sótt 11. janúar 2020.
  16. „Sultan Haitham Bin Tariq Al Said succeeds Sultan Qaboos of Oman“. gulfnews.com (enska). Sótt 11. janúar 2020.
  17. „Oman names culture minister as successor to Sultan Qaboos“. AP NEWS. 11. janúar 2020. Sótt 11. janúar 2020.
  18. „Oman transfers powers from Sultan's remit in government revamp“. 18. ágúst 2020 – gegnum uk.reuters.com.
  19. „Haitham bin Tariq sworn in as Oman's new sultan“. www.aljazeera.com.
  20. Hubbard, Ben (11. janúar 2020). „Oman's New Sultan Vows to Continue Country's Peacemaking Path“. The New York Times. Sótt 12. janúar 2020.
  21. „Oman's new ruler chosen to provide continuity“. 11. janúar 2020 – gegnum www.reuters.com.
  22. „Who is the new Sultan of Oman?“. Tehran Times. 13. janúar 2020.
  23. „Sultan's eldest son will become Oman's crown prince, new decree says“. Arab News (enska). 13. janúar 2021. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. janúar 2021. Sótt 13. janúar 2021.
  24. „Oman's Sultan Haitham guarantees freedom of expression“. The National (enska). Sótt 15. janúar 2021.


Fyrirrennari:
Qaboos bin Said al Said
Soldán Ómans
(11. janúar 2020 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti