Fara í innihald

James Bradstreet Greenough

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

James Bradstreet Greenough (4. maí 1833 í Maine11. október 1901 í Massachusetts) var bandarískur fornfræðingur.

Hann lauk námi frá Harvard-háskóla árið 1856, nam lög við lagaskóla Harvard í eitt ár og gerðist lögmaður í Michigan þar til 1865 er hann var skipaður kennari í latínu við Harvard. Árið 1873 varð hann lektor (e. assistant professor) og 1883 prófessor í latínu. Hann settist í helgan stein haustið 1901 en lést tæpum sex vikum síðar í Cambridge í Massachusetts.

Greenough rannaskaði latneska setningafræði og árið 1870 birti hann ritgerðina „Analysis of the Latin Subjunctive“ („Greining á viðteningarhætti í latínu“). Greinin var frumleg og mikilvæg og komst að mörgu leyti að áþekkum niðurstöðum og ritgerð Bertholds Delbruck „Gebrauch des Conjunctivs und Optativs in Sanskrit und Griechischen“ („Notkun viðtengingarháttar og óskháttar í sanskrít og grísku“) frá 1871, sem hlaut þó miklu meiri athygli en grein Greenoughs.

Árið 1872 gaf Greenough út bókina A Latin Grammar for Schools and Colleges, founded on Comparative Grammar, by Joseph A. Allen and James B. Greenough ásamt Joseph A. Allen. Árin 1872-1880 kenndi Greenough fyrstu námskeiðin um sanskrít og samanburðarmálvísindi við Harvard.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.