Fríða Rós Valdimarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fríða Rós Valdimarsdóttir (f. 3. júlí 1977) er formaður Kvenréttindafélags Íslands en hún var fyrst kjörin formaður árið 2015,[1] eftir að hafa verið varaformaður frá árinu 2013[2] og stjórnarmeðlimur frá árinu 2011.[3] Félagið hefur starfað samfleytt frá árinu 1907 og var Bríet Bjarnhéðinsdóttir fyrsti formaður félagsins.

Fríða hefur starfað að jafnréttismálum á margvíslegum vettvangi, m.a. við rannsóknir, opinbert kynjajafnréttisstarf og á vettvangi félagasamtaka. Fríða hefur verið ötul talskona jafnréttis kynjanna, og hefur hún lagt talsverða áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi.[4][5]

Fríða var meðlimur í hljómsveitinni Á túr, sem gaf út plötuna Píku árið 1997.

Námsferill[breyta | breyta frumkóða]

Fríða lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og MA prófi í Migration Studies frá Sussex Háskóla í Bretlandi árið 2008.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ný stjórn Kvenréttindafélags Íslands, og ályktun aðalfundar um frjálsar fóstureyðingar“. 28. apríl 2015. Sótt 8. mars 2019.
  2. „Nýr formaður Kvenréttindafélagsins“. www.mbl.is. Sótt 8. mars 2019.
  3. „Ný stjórn KRFÍ“. 29. mars 2011. Sótt 8. mars 2019.
  4. „Athöfn á Austurvelli 19. júní til heiðurs konum“. Alþingi. Sótt 8. mars 2019.
  5. https://www.euronews.com/2018/02/23/fria-ros-valdimarsdottir-we-must-keep-on-fighting-for-equality