Brennuöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Saga Íslands

Abraham Ortelius-Islandia-ca 1590.jpg

Eftir tímabilum

Miðaldir á Íslandi
Nýöld á Íslandi
Nútíminn á Íslandi
Eftir umfjöllunarefni

Brennuöld er í Íslandssögunni kallað tímabilið frá 1654 til 1690, eða frá þeim tíma þegar þrír menn voru brenndir á báli fyrir galdra í Trékyllisvík á Ströndum og til þess þegar Klemus Bjarnason var dæmdur á bálið en dómnum síðar breytt í lífstíðardóm. Það er á þessum tíma sem langflest galdramálin koma upp, þótt til séu skjalfest galdramál frá fyrri hluta 17. aldar og 18. öld. Fyrsta galdrabrennan á Íslandi fór fram árið 1625 en svo leið langur tími fram að þeirri næstu.

Galdramál á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Galdramál á Íslandi voru angi af galdrafárinu í Evrópu á 17. öld.

Árið 1654 voru þrír menn brenndir fyrir galdur í Trékyllisvík á Ströndum. Þær brennur mörkuðu upphaf galdrafársins á Íslandi sem nefnt hefur verið „brennuöld“. Árið 1625 eða 29 árum áður var fyrsti maðurinn brenndur fyrir galdur, Jón Rögnvaldsson á Melaeyrum í Svarfaðardal.

Í kjölfar brennanna í Trékyllisvík voru sextán menn og ein kona brennd til viðbótar. Síðasta galdrabrennan á Íslandi fór fram í Arngerðareyrarskógi við Djúp árið 1683. Tveimur árum seinna var maður brenndur á alþingi fyrir guðlast og hefur það mál stundum verið talið með galdramálum, vegna refsingarinnar.

Síðasti brennudómurinn á Íslandi var kveðinn upp árið 1690. Þá var Klemus Bjarnason úr Steingrímsfirði á Ströndum dæmdur á Öxárþingi til að brennast á báli fyrir að hafa valdið veikindum húsfreyjunnar á Hrófbergi. Dómnum var svo breytt með konungsbréfi og Klemus dæmdur í útlegð. Klemus dó úr sótt í fangelsi í Kaupmannahöfn tveimur árum síðar.

Um 170 manns voru ákærðir fyrir kukl eða annars konar galdrastarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir fordæmi frá meginlandi Evrópu voru konur aðeins um tíu prósent grunaðra. Ákærurnar snerust flestar um notkun forboðinna kúnsta til að valda fólki eða búfénaði skaða eða ólöglega notkun galdrabóka og galdrastafa. Ekki snerust þó öll galdramál um skaða á fólki eða eignum heldur var fólk einnig ákært fyrir að nýta galdra í eigin þágu, svo sem til að bæta veður eða heilsu sína eða annarra. 21 Íslendingur voru brenndir fyrir galdrastarfsemi og var aðeins einn af þeim kona. Að auki voru fjórir líflátnir fyrir brot sem á einhvern hátt tengdust göldrum.

Ekki var að fullu hægt að sanna sekt sumra galdramannanna en þó voru þeir samt brenndir. Réttarkerfi Íslands var þannig gert að mestu máli skipti framsögn háttsettra manna en minna máli sannannir gegn sakborningum.

Galdrabrennur á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

 • 1625 - Jón Rögnvaldsson á Melaeyrum í Svarfaðardal.
 • 20. september 1654 - Þórður Guðbrandsson frá Trékyllisvík á Ströndum (Undrin í Trékyllisvík).
 • 20. september 1654 - Egill Bjarnason frá Trékyllisvík á Ströndum (Undrin í Trékyllisvík).
 • 25. september 1654 - Grímur Jónsson frá Trékyllisvík á Ströndum (Undrin í Trékyllisvík).
 • 1656 - Jón Jónsson eldri frá Kirkjubóli í Skutulsfirði (Kirkjubólsmálið).
 • 1656 - Jón Jónsson yngri frá Kirkjubóli í Skutulsfirði (Kirkjubólsmálið).
 • 1667 - Þórarinn Halldórsson frá Birnustöðum í Ögursveit við Ísafjarðardjúp.
 • 1669 - Jón Leifsson frá Selárdal í Arnarfirði (Selárdalsmálin).
 • 1669 - Erlendur Eyjólfsson frá Ströndum (Selárdalsmálin).
 • 1671 - Sigurður Jónsson úr Ögurhreppi við Ísafjarðardjúp.
 • 1674 - Páll Oddsson í Ánastaðakoti á Vatnsnesi.
 • 1674 - Böðvar Þorsteinsson frá Snæfellsnesi.
 • 1675 - Magnús Bjarnason úr Arnarfirði (Selárdalsmálin).
 • 1675 - Lassi Diðriksson (Selárdalsmálin).
 • 4. júlí 1677 - Bjarni Bjarnason úr Breiðdal í Önundarfirði.
 • 1677 - Þorbjörn Sveinsson (Grenjadals-Tobbi) úr Mýrarsýslu.
 • 1678 - Stefán Grímsson brenndur í Húnavatnssýslu.
 • 1678 - Þuríður Ólafsdóttir (Selárdalsmálin).
 • 1678 - Jón Helgason (Selárdalsmálin).
 • 1681 - Ari Pálsson hreppsstjóri.
 • 1683 - Sveinn Árnason (Selárdalsmálin).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]