Ryan McPartlin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ryan McPartlin
Upplýsingar
FæddurRyan McPartlin
3. júlí 1975 (1975-07-03) (48 ára)
Helstu hlutverk
Capt. Awesome í Chuck

Ryan McPartlin (fæddur 3. júlí 1975 í Chicago, Illinois) er bandarískur leikari.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Ryan er fæddur og uppalinn af Steve og Lois McPartlin í Geln Ellyn í Illinois (úthverfi Chicago). McPartlin útskrifaðist með gráðu í framkomu frá háskólanum í Illinois. Hann var meðlimur Fighting Illini fótboltaliðsins og var verðlaunaður fyrir að spila árið 1994.

Eftir útskrift ákvað Ryan að eyða sex mánuðum í Ástralíu og Nýja Sjálandi til þess að uppgvöta heiminn og ákveða hvað hann ætlaði að gera í framhaldinu. Hann komst að því að hann vildi verða leikari, svo hann flutti til Suður-Kaliforníu til að láta draum sinn rætast.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Ryan varði nokkrum árum í það að vera Abercrombie & Fitch-módel.

Fyrsta leiklistarhlutverk Ryans var í The Nanny með Fran Drescher. McPartlin hefur verið best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Hank Bennett í sápuóperunni Passions en hann kom í staðinn fyrir Dalton James frá apríl 2001 til apríl 2004.

McPartlin vann með Drescher aftur sem Riley Martin í gamanþættinum Living With Fran. Hann lék miklu yngri kærasta. McPartlin fór í áheyrnarprufu fyrir hlutverk Clark Kent/Superman í nýju kvikmyndinni Superman Returns en fékk ekki hlutverkið.

Frá 2007-2012 lék hann Devon „Captein Awesome“ Woodcomb í Chuck.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Ryan McPatlin er viðurkenndur einkaþjálfari.

Hann hefur verið giftur leikkonunni Danielle Kirlin síðan 26. október 2002.