Fara í innihald

Loðvík 11. Frakkakonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loðvík 11.

Loðvík 11. (3. júlí 1423 – 30. ágúst 1483), kallaður „hinn varkári“ (le Prudent), var konungur Frakklands frá 1461 til 1483. Hann var sjötti konungurinn af Valois-ættkvísl Kapetinga. Virkni hans á alþjóðasviði, sem andstæðingar hans kölluðu „klækjabrögð“ (sournoise) leiddu til þess að hann var einnig kallaður „alheimsköngulóin“ (l'universelle aragne).[1][2][3]

Á valdatíð Loðvíks 11. endurheimti Frakkland ýmsar hjálendur, héröð og furstadæmi, oft með valdbeitingu: Hertogadæmið Bretagne (1475), hertogadæmið Búrgúnd (1477), Maine, hertogadæmið Anjou og hluti af landsvæðum Armaníaka sem höfðu barist gegn frönsku krúnunni í Hundrað ára stríðinu.

Loðvík 11. styrkti vald krúnunnar yfir lénsmönnum sínum með bandalögum við alþýðuna. Sem krónprins gerðist hann verndari Valdensa (kristinna fylgjenda Péturs Valdès) gegn rannsóknarrétti kirkjunnar og kom í veg fyrir að þeir yrðu teknir af lífi. Í þakkarskyni við Loðvík var héraðið Vallouise (stytting á Vallée Louise) nefnt eftir honum. Biskupinn af Lisieux, Thomas Basin, hefndi sín á konunginum með því að lýsa honum í sagnaritum sínum sem forljótum og grimmum harðstjóra sem lokaði óvini sína í járnbúrum.[4][5] Hefð varð fyrir því meðal sagnaritara að lýsa Loðvík 11. sem „illgjörnum snillingi“ og föður franskrar miðstýringar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Pierre Champion, Louis XI, 2eme éd., Paris, H. Champion, 1928, vol. 2.
  2. Département d’histoire, UL - Cours - HST-20718B - Travail de F.-A. Raymond (Aut. 2002)
  3. http://www2.cndp.fr/archivage/valid/3418/3418-188-202.pdf Geymt 31 júlí 2013 í Wayback Machine, p. 4.
  4. Basin, Thomas, Histoire de Louis XI (Historiarum libri de rebus a Ludovico XI, Francorum rege et suo tempore in Gallia gestis), 3. bindi, París, Les Belles Lettres (1972), bls. 387.
  5. Scordia, Lydwine, Textual and Visual Representations of Power and Justice in Medieval France : Manuscripts and Early Printed Books, Routledge, Farnham, (2015) bls. 33.


Fyrirrennari:
Karl 7.
Konungur Frakklands
(22. júlí 146130. ágúst 1483)
Eftirmaður:
Karl 8.