Robert Knud Friedrich Pilger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Legsteinn Roberts Pilger í Kaiser-Wilhelm Minningargrafreitnum í Berlin-Charlottenburg.

Robert Knud Friedrich Pilger (fæddur 3. júlí 1876 í Helgoland; dáinn 9. janúar 1953 í Berlín) var þýskur grasafræðingur, og fékkst aðallega við barrtré. Skammstöfunin sem vísar til hans er Pilg.

Líf[breyta | breyta frumkóða]

Robert var sonur apótekarans Friedrich Wilhelm Robert Pilger (1841–1915). Hann var fyrst aðstoðarmaður, síðar kurator og síðast prófessor og stjóri grasagarðsins í Berlín (frá 1945 til 1950) eftir Friedrich Ludwig Emil Diels. Hann fór einnig í leiðangur til Mato-Grosso í Brasilíu, þar sem hann sem hann fékkst við greiningu og flokkun á grösum og barrtrjám og þörungum auk fleiri ætta.[1]

Ættkvíslirnar Pilgerodendron Florin (Cupressaceae) [2] og Pilgerochloa Eig (Poaceae) eru nefndar til heiðurs honum.[3]

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Valin verk
  • Pilger, R. (1926). Phylogenie und Systematik der Coniferae. In: Engler, A., & Prantl, K. A. E. (eds.). Die natürlichen Pflanzenfamilien XIII. Leipzig.
  • Pilger, R. (1926). Pinaceae. In: Urban, I. (ed.). Plantae Haitienses III. Ark. Bot. 20 (4): A15: 9-10.
  • Pilger, R. (1931). Die Gattung Juniperus L. Mitt. Deutsch. Dendrol. Ges. 43: 255–269.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lotte Burkhardt: Verzeichnis eponymischer Pflanzennamen – Erweiterte Edition. Teil I und II. Botanic Garden and Botanical Museum Berlin, Freie Universität Berlin, Berlin 2018, ISBN 978-3-946292-26-5 doi:10.3372/epolist2018.
  2. The Gymnosperm Database Geymt 30 maí 2013 í Wayback Machine Pilgerodendron uviferum
  3. Google Books CRC World Dictionary of Grasses: Common Names, Scientific Names ..., Volume 1 by Umberto Quattrocchi
  • Robert Zander: Zander Handwörterbuch der Pflanzennamen. Hrsg.: Fritz Encke, Günther Buchheim, Siegmund Seybold. 13., neubearbeitete und erweiterte Auflage. Eugen Ulmer, Stuttgart 1984, ISBN 3-8001-5042-5.
  • Umberto Quattrocchi: CRC World Dictionary of Plant Names. Common names, scientific names, eponyme, synonyme, an etymology. CRC Press LCC, Boca Raton 2000; S. 2070–2071. (Google Books)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]