29. mars
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
29. mars er 88. dagur ársins (89. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 277 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 537 - Vigilíus varð páfi.
- 1461 - Orrustan við Towton, sem talin er blóðugasti bardagi sem háður hefur verið á enskri grund, átti sér stað. Þar vann Játvarður 4. sigur á liði Margrétar drottningar.
- 1549 - Borgin Salvador í Brasilíu var stofnuð.
- 1613 - Samuel de Champlain var skipaður fyrsti landstjóri Nýja Frakklands.
- 1613 - Pocahontas, dóttir Powhatans höfðingja, var tekin höndum og færð til Jamestown.
- 1638 - Fyrstu sænsku landnemarnir komu til Nýju-Svíþjóðar þar sem nú er Delaware.
- 1691 - Bærinn Mons gafst upp fyrir umsátursmönnum.
- 1787 - Jón Eiríksson, lögfræðingur og konferensráð svipti sig lífi í Kaupmannahöfn.
- 1875 - Öskjugosið 1875 hófst. 17 jarðir á Jökuldal fóru í eyði vegna þess.
- 1881 - Bjarndýr var skotið á Látrum við Eyjafjörð og nokkur fleiri um austanvert landið.
- 1883 - Mannskaðaveður reið yfir Þorlákshöfn. Tíæringur fórst með áhöfn, en frönsk fiskiskúta bjargaði hásetum af öðru skipi.
- 1930 - Heinrich Brüning var skipaður ríkiskanslari Þýskalands.
- 1943 - Skömmtun á mjólkurafurðum á borð við mjólk, smjör og ost hófst í Bandaríkjunum vegna seinni heimsstyrjaldarinnar.
- 1945 - Síðustu V1-árásir Þjóðverja á England áttu sér stað.
- 1945 - Skeiðsfossvirkjun í Skagafirði var gangsett.
- 1947 - Heklugos hófst, hið fyrsta í rúma öld. Gosmökkurinn náði 30 km hæð og barst aska meðal annars til Finnlands og Englands. Gosið stóð í rúmt ár.
- 1951 - Julius og Ethel Rosenberg voru dæmd sek fyrir njósnasamsæri í Bandaríkjunum. Þau voru tekin af lífi tveimur árum síðar.
- 1958 - 4 ungir menn fórust í flugslysi á Öxnadalsheiði.
- 1961 - Sett voru lög um launajöfnuð kvenna og karla á Íslandi. Skyldu þau komin til framkvæmda að fullu fyrir 1. janúar 1967.
- 1970 - Henný Hermannsdóttir (þá átján ára) sigraði í keppninni Miss Young International, sem haldin var í Japan.
- 1971 - Kviðdómur í Los Angeles mæltist til þess að Charles Manson yrði dæmdur til dauða fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate.
- 1973 - Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Suður-Víetnam.
- 1974 - Kínverskir bændur uppgötvuðu leirherinn.
- 1976 - Herforingjastjórn undir forystu Jorge Videla tók við völdum í Argentínu.
- 1981 - Lundúnamaraþonið var sett í fyrsta sinn.
- 1985 - Manni var bjargað úr jökulsprungu sem hann féll í í Kverkfjöllum eftir 32 klukkustundir.
- 1988 - Suðurafríska þingkonan Dulcie September var myrt við skrifstofur Afríska þjóðarráðsins í París.
- 1993 - Édouard Balladur varð forsætisráðherra Frakklands.
- 1998 - Vasco da Gama-brúin í Portúgal var vígð.
- 1999 - Dow Jones-vísitalan stóð í 10.006,78 að loknum viðskiptadegi í Wall Street. Þetta var í fyrsta skipti sem vísitalan var yfir 10.000 við lokun kauphallarinnar.
- 2002 - Ísraelsher hóf Defensive Shield-aðgerðina á Vesturbakkanum.
- 2004 - Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía gerðust öll aðilar að NATO.
- 2006 - Fyrrum forseti Líberíu, Charles Taylor, var handtekinn í Monróvíu sakaður um stríðsglæpi.
- 2007 - 179 létust í fimm sjálfsmorðssprengjutilræðum í Írak.
- 2010 - Hryðjuverkin 29. mars 2010 í Moskvu: Tvær konur frömdu sjálfsmorðssprengjuárásir í neðanjarðarlestarstöðvum í Moskvu með þeim afleiðingum að yfir 40 létu lífið.
- 2012 - Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Sten Tolgfors, sagði af sér vegna Sádíhneykslisins.
- 2013 - Stjórn Norður-Kóreu lýsti yfir stríðsástandi gagnvart Suður-Kóreu.
- 2017 - Bretland virkjaði 50 grein Lissabonsáttmálans og hóf þar með formlega útgönguferli úr Evrópusambandinu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1769 - Jean-de-Dieu Soult, franskur stjórnmálamaður (d. 1851).
- 1780 - Jörundur hundadagakonungur (d. 1841).
- 1790 - John Tyler, Bandarikjaforseti (d. 1862).
- 1799 - Edward Smith-Stanley, jarl af Derby (d. 1869).
- 1899 - Lavrentíj Bería, yfirmaður sovésku öryggislögreglunnar (d. 1953).
- 1902 - William Walton, breskt tónskáld (d. 1983).
- 1916 - Peter Geach, breskur heimspekingur (d. 2013).
- 1927 - Jón Hnefill Aðalsteinsson, íslenskur þjóðfræðingur (d. 2010).
- 1937 - Gordon Milne, enskur knattspyrnumaður.
- 1943 - Eric Idle, breskur gamanleikari og rithöfundur.
- 1943 - John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
- 1944 - Þórir Baldursson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1952 - Bola Tinubu, forseti Nígeríu.
- 1957 - Christopher Lambert, bandarískur leikari.
- 1958 - Tsutomu Sonobe, japanskur knattspyrnumaður.
- 1959 - Nouriel Roubini, bandarískur hagfræðingur.
- 1964 - Elle Macpherson, áströlsk fyrirsæta
- 1966 - Ívar Guðmundsson útvarpsmaður
- 1967 - Margrét Lóa Jónsdóttir, íslenskt skáld.
- 1968 - Lucy Lawless, nýsjálensk leikkona.
- 1972 - Rui Costa, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Hera Björk Þórhallsdóttir, íslensk söngkona.
- 1973 - Marc Overmars, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Ragnar Hansson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1990 - Teemu Pukki, finnskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1058 - Stefán 9. páfi.
- 1772 - Emanuel Swedenborg, sænskur vísindamaður (f. 1688).
- 1787 - Jón Eiríksson, íslenskur lögfræðingur (f. 1728).
- 1792 - Gústaf 3. Svíakonungur, eftir að hafa verið skotinn þann 16. mars.
- 1870 - Paul-Émile Botta, franskur fornleifafræðingur og konsúll (f. 1802).
- 1912 - Robert Falcon Scott, breskur landkönnuður (f. 1868).
- 1955 - Einar Arnórsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1880).
- 1963 - August Rei, eistneskur stjórnmálamaður (f. 1886).
- 1973 - Adolfo Zumelzú, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 1982 - Carl Orff, þýskt tónskáld (f. 1895).
- 1985 - Jeanine Deckers, belgísk nunna (f. 1933).
- 1985 - George Peter Murdock, breskur mannfræðingur (f. 1897).
- 1991 - Lee Atwater, bandarískur stjórnmálaráðgjafi (f. 1951).
- 1999 - Gyula Zsengellér, ungverskur knattspyrnumaður (f. 1915).
- 2003 - Tadao Horie, japanskur knattspyrnumaður (f. 1913).
- 2005 - Mitch Hedberg, bandarískur grínisti (f. 1968).
- 2016 - Patty Duke, bandarísk leikkona (f. 1946).