Nouriel Roubini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nouriel Roubini

Nouriel Roubini (fæddur 29. mars 1959) er hagfræðiprófessor við New York University. Hann lauk doktorsprófi í alþjóðahagfræði frá Harvard og kenndi við Yale og vann um tíma hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), Alþjóðabankanum, Seðlabanka Bandaríkjanna og Seðlabanka Ísrael.

Roubini er þekktur fyrir að hafa sagt fyrir um að spákaupmennska myndi sökkva alþjóðahagkerfinu. Hann tilkynnti AGS í september 2006 að kreppa væri í aðsigi, húsnæðismarkaður myndi hrynja, áfall yrði á markaði með olíu, traust neytenda myndi minnka og djúp kreppa myndi skella á. Hann spáði því að eigendur húseigna myndu ekki geta staðið í skilum og það myndi valda því að trilljónir dollara sem bundnar væru í húsnæðislánum myndu falla og þetta myndi stöðva fjármálakerfi heimsins.

Lýsing hans á núverandi kreppu hefur þótt nákvæm og er Roubini nú eftirsóttur ráðgjafi í hagfræði.

Nouriel Roubini fæddist í Istanbul, Tyrklandi þann 29. mars árið 1959. Foreldrar hans eru gyðingar frá Íran. Hann fluttist til Teheran í Íran þegar hann var tveggja ára gamall. Hann bjó síðar í Ísrael og í Ítalíu og stundaði þar nám en flutti til Bandaríkjanna þegar hann fór í doktorsnám við Harvard háskóla. Hann er núna bandarískur ríkisborgari og talar ensku, persnesku, ítölsku og hebresku. Hann er ókvæntur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]