Teemu Pukki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teemu Pukki
Upplýsingar
Fullt nafn Teemu Eino Antero Pukki
Fæðingardagur 29. mars 1990 (1990-03-29) (34 ára)
Fæðingarstaður    Kotka, Finnland
Hæð 1,80 m
Leikstaða framherji
Yngriflokkaferill
Kotkan Työväen Palloilijat
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2006–2008 Kotkan Työväen Palloilijat 29 (3)
2008–2010 Sevilla Atlético 17 (3)
2009–2010 Sevilla FC 1 (0)
2010-2011 HJK Helsinki 25 (13)
2011-2013 Schalke 04 37 (8)
2013-2014 Glasgow Celtic 26(7)
2014-2018 Brøndby IF 130 (55)
2018-2023 Norwich City 198 (87)
2023- Minnesota United 3 (1)
Landsliðsferill2


2007-2011
2009-
Finnland U-17
Finnland U-19
Finnland U-21
Finnland
9 (5)
9 (3)
23 (7)
110 (37)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært ágúst 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
maí 2023.

Teemu Pukki er finnskur knattspyrnumaður sem spilaði síðast fyrir Minnesota United og Finnska landsliðið. Hann hefur spilað fyrir félagslið í Finnlandi, Spáni, Skotlandi, Þýskalandi, Danmörku og Englandi. Pukki hefur unnið skosku og finnsku deildina ásamt bikartitil í Danmörku og Finnlandi.

Pukki var valinn leikmaður ársins í ensku meistaradeildinni tímabilið 2018–19 þegar Norwich vann deildina og hann var markahæstur með 29 mörk. Hann skoraði fyrstu þrennu sína í ensku úrvalsdeildinni gegn Newcastle United í ágúst 2019. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður mánaðarins.

Pukki varð markahæsti leikmaður finnska landsliðsins árið 2021 þegar hann fór fram úr Jari Litmanen.

  • Pukki skoraði tvívegis gegn KR árið 2014 í undankeppni Meistaradeildar Evrópu þegar hann spilaði með Celtic.