Flugslysið á Öxnadalsheiði 1958
Útlit
Þann 29. mars 1958 fórust fjórir ungir menn í flugslysi á Öxnadalsheiði. Þeir voru á leið frá Reykjavík til Akureyrar; þrír af þeim læknanemar ættaðir að norðan og allir stúdentar frá MA. Einn þeirra var á lokaári í flugnámi og flaug vélinni. Þrír þeirra voru tvítugir en sá fjórði árinu eldri. Flugvélin brotlenti skammt fyrir ofan bæinn Bakkasel. Slæmt skyggni var á svæðinu.[1]
Sumarið 2023 var reistur minnisvarði um þá sem fórust fyrir tilstuðlan ættingja.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fjórir tvítugir menn farast í flugslysi á Öxnadalsheiði“. Vísir. 31. mars 1958. bls. 1, 6. Sótt 25. janúar 2024.
- ↑ Skapti Hallgrímsson (14. júní 2023). „Reisa minnisvarða á Öxnadalsheiði“. Akureyri.net. Sótt 25. janúar 2024.