Fara í innihald

Öskjugosið 1875

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Öskjugosið 1875 var eldgos í Öskju sem hófst þann 29. mars árið 1875. Öskjugosið er talið mesta öskugos á Íslandi á sögulegum tíma og stóð þó ekki aðalgosið nema í nokkra klukkutíma. 17 jarðir á Jökuldal fóru í eyði vegna vikur- og öskufalls og orsakaði harðindakafla á Austurlandi sem varð til þess að fólk fluttist frá Austurlandi til Vesturheims. Svo mjög svarf að fólki í nálægð eldanna að Danir efndu til fjársafnana til þess að koma í veg fyrir alvarlegan skort. Talið er að gosefnin úr Öskjugosinu hafi numið 3—4.000.000.000 teningsmetrum.

Eldgosið í Krakatá var sama eðlis og gosið í Öskju 1875, aðeins stórfelldara og ægilegra. Að Skaftáreldum frátöldum er myndun nornahárs í eldgosi hérlendis ekki getið fyrr en í sambandi við Öskjugosið 1875.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.