Delaware

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flagg
Skjöldur
Kortið sýnir staðsetningu Delaware

Delaware er fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Maryland í suðri og vestri, Pennsylvaníu í norðri, og Delaware flóa og Atlantshafi í austri. Delaware fljót greinir að fylkin Delaware og New Jersey í norðaustri. Rhode Island er eina fylki Bandaríkjanna sem er minna en Delaware.

Fylkishöfuðborgin er Dover en stærsta borgin er Wilmington. Delaware er 6.447 ferkílómetrar að stærð. Í fylkinu búa tæplega 980 þúsund manns (2020).



  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.