Nýja Frakkland
Útlit
Nýja Frakkland er heiti á þeim svæðum sem Frakkar lögðu undir sig í Nýja heiminum frá því að Jacques Cartier hóf könnun Lawrencefljóts árið 1534 þar til Frakkar létu Spáni og Bretlandi landsvæði sín eftir árð 1763. Á hátindi sínum náði Nýja Frakkland frá Nýfundnalandi í austri að Klettafjöllum í vestri, og frá Hudsonflóa í norðri að Mexíkóflóa í suðri.