Kverkfjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kverkfjöll.
Kverkfjöll eldstöðvakerfi merkt rautt á kortinu og megineldstöðin Kverkfjöll merkt með grænum þríhyrning. Gossprungur einning tilgreindar.

Kverkfjöll er yfir 1900 metra hár fjallgarður við norðausturbrún Vatnajökuls á Íslandi á milli jökulsins og Dyngjufjalla. Hæsti tindurinn er Skarphéðinstindur, 1.936 m yfir sjó. Kverkfjöll eru megineldstöð með tveimur samliggjandi öskjum. Gossprungur og gígaraðir tengjast þeim og nýleg hraunum. Fjöllin heita eftir kverkinni sem skriðjökullinn Kverkjökull rennur niður úr. Í honum er íshellir sem úr rennur áin Volga. Eitt af stærstu og hálendustu háhitasvæðum landsins er í Kverkfjöllum. Aðalhverasvæðið er í Hveradal, í 1.500–1.800 m hæð, á um 3 kílómetra löngu svæði.

Ferðafélag Íslands rekur gistiskála á svæðinu sem heitir Sigurðarskáli. Þar er skálavörður yfir sumarið. Suðvestan skriðjökulsins er skáli sem Jöklarannsóknafélag Íslands á. Hann stendur við jökullón þar sem jarðhiti er undir.

Svipmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Vatnajökulsþjóðgarður - um Kverkfjöll

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.