Sikkim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Sikkim

Sikkim er fyrrum konungsríki í Himalajafjöllum sem varð fylki innan Indlands í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Fylkið á landamæri að Nepal í vestri, Bútan í austri og Tíbet í norðri. Sunnan við það er indverska fylkið Vestur-Bengal. Í fylkinu eru einu opnu landamærin að Kína um fjallaskarðið Nathu La. Sikkim er fámennasta fylki Indlands með aðeins rúmlega 600.000 íbúa. Höfuðstaður og stærsta borg fylkisins er Gangtok.

Náttúra Sikkim er gríðarlega fjölbreytt og líffræðileg fjölbreytni mikil sem gerir landið vinsælt meðal ferðamanna. Rauða pandan er einkennisdýr landsins. Íbúar lifa aðallega á landbúnaði, einkum hrísgrjónarækt en fylkið er líka stærsti framleiðandi kardemomma á Indlandi.

Í Sikkim eru ellefu opinber tungumál en það algengasta er nepalska. Um 60% íbúa eru hindúatrúar og 30% búddatrúar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.