Ameríkubikarinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ameríkubikarinn er botnlaus silfurkanna smíðuð af Garrard & Co í London árið 1848.

Ameríkubikarinn er þekktasta siglingakeppni heims og elstu verðlaun sem enn eru veitt fyrir sigur í alþjóðlegri íþróttakeppni. Bikarinn var upphaflega veittur sigurvegara í siglingakeppni konunglega breska siglingaklúbbsins Royal Yacht Squadron umhverfis Isle of Wight árið 1851 en dregur nafn sitt af skútunni America sem vann bikarinn fyrir siglingaklúbbinn New York Yacht Club sama ár. 1857 gaf eigendafélag America klúbbnum bikarinn sem verðlaun í áskorendakeppnum. Engum tókst að vinna bikarinn af klúbbnum til ársins 1983 þegar Australia II frá Royal Perth Yacht Club sigraði og flutti bikarinn til Ástralíu. Þetta telst vera lengsta samfellda vinningslota í sögu alþjóðlegra íþróttakeppna. Núverandi handhafar bikarsins eru siglingaklúbbur skútunnar Te Rehutai, Royal New Zealand Yacht Squadron á Nýja-Sjálandi.

Keppnin um Ameríkubikarinn er áskorendakeppni, einvígi milli tveggja skúta, þar sem sá sem vinnur flestar af níu kappsiglingum ber sigur úr býtum. Frá 1992 til 2007 var keppt á slúppum í Alþjóðlega Ameríkubikarsflokknum, sem er einbola flokkur. Dæmigerð lengd slíkra skúta var 75 fet (23 m). Árið 2010 var keppt á þríbolungum og 2013 á 72 feta tvíbolungum með spaðakili. Árið 2021 var aftur skipt yfir í einbolunga, en í þetta sinn með spaðakili sem lyftir bolnum upp úr vatninu.

Hver sá sem uppfyllir skilyrðin sem sett eru fram í gjafarbréfinu sem fylgdi með bikarnum 1852 (endurskrifað nokkrum sinnum síðan) hefur rétt til að skora á þann klúbb sem geymir bikarinn. Ef áskorandinn sigrar flyst eign bikarsins frá siglingaklúbbi fyrri vinningshafa til siglingaklúbbs áskorandans. Frá 1970 hefur verið haldin undankeppni til að skera úr um hver fær réttinn til áskorunar þegar um fleiri en einn áskoranda er að ræða. Þessi keppni heitir nú Prada-bikarinn (áður Louis Vutton-bikarinn frá 1983 til 2017).

Áskorendur og verjendur í Ameríkubikarnum[breyta | breyta frumkóða]

Ár Keppnisborg Varnarfélag Verjandi Niðurstaða Áskorandi
2021 Fáni Nýja Sjálands
Auckland
Burgee of rnzys.svg
New Zealand Royal Yacht Squadron
Burgee of rnzys.svg Emirates Team New Zealand, Te Rehutai
Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland
7-3 Burgee of circolo della vela sicilia.png Luna Rossa Prada Pirelli, Luna Rossa
Fáni Ítalíu Ítalía
2017 Fáni Bermúda
Bermúda
Burgee of goldengateyc.svg
Golden Gate Yacht Club
Burgee of goldengateyc.svgOracle Team USA, 17
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
1-7 Burgee of rnzys.svg Emirates Team New Zealand, Aotearoa
Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland
2013 Fáni Bandaríkjana
San Francisco
Burgee of goldengateyc.svg
Golden Gate Yacht Club
Burgee of goldengateyc.svgOracle Team USA, Oracle Team USA 17
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
9-8 Burgee of rnzys.svg Emirates Team New Zealand, Aotearoa
Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland
2010 Fáni Spánar
Valensía
Flag of societe nautique de geneve.svg
Société Nautique de Genève
Flag of societe nautique de geneve.svg Alinghi, Alinghi 5
Fáni Sviss Sviss
0-2 Burgee of goldengateyc.svgGolden Gate Yacht Club, BMW Oracle Racing
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
2007 Fáni Spánar
Valensía
Flag of societe nautique de geneve.svg
Société Nautique de Genève
Flag of societe nautique de geneve.svg Alinghi, SUI-100
Fáni Sviss Sviss
5-2 Burgee of rnzys.svg Team New Zealand, NZL-92
Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland
2003 Fáni Nýja Sjálands
Auckland
Burgee of rnzys.svg
Royal New Zealand Yacht Squadron
Burgee of rnzys.svg Team New Zealand
Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland
0-5 Flag of societe nautique de geneve.svg Alinghi
Fáni Sviss Sviss
2000 Fáni Nýja Sjálands
Auckland
Burgee of rnzys.svg
Royal New Zealand Yacht Squadron
Burgee of rnzys.svg Team New Zealand
Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland
5-0 Burgee of yc italiano.svg Prada Challenge
Fáni Ítalíu Ítalía
1995 Fáni Bandaríkjana
San Diego
Burgee of San Diego Yacht Club.svg
San Diego Yacht Club
Burgee of San Diego Yacht Club.svg Young America
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
0-5 Burgee of rnzys.svg Black Magic
Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland
1992 Fáni Bandaríkjana
San Diego
Burgee of San Diego Yacht Club.svg
San Diego Yacht Club
Burgee of San Diego Yacht Club.svg America³
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-1 Burgee of yc italiano.svg Il Moro di Venezia
Fáni Ítalíu Ítalía
1988 Fáni Bandaríkjana
San Diego
Burgee of San Diego Yacht Club.svg
San Diego Yacht Club
Burgee of San Diego Yacht Club.svg Stars & Stripes
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
2-0 Burgee of rnzys.svg New Zealand Challenge
Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland
1987 Fáni Ástralíu
Fremantle
Burgee of royal perth yc.svg
Royal Perth Yacht Club
Burgee of royal perth yc.svgKookaburra III
Fáni Ástralíu Ástralía
0-4 Burgee of San Diego Yacht Club.svg Stars & Stripes
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
1983 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Liberty
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
3-4 Burgee of royal perth yc.svgAustralia II
Fáni Ástralíu Ástralía
1980 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Freedom
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-1 Burgee of royal perth yc.svg Australia
Fáni Ástralíu Ástralía
1977 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Courageous
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-0 Burgee of royal perth yc.svg Australia
Fáni Ástralíu Ástralía
1974 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Courageous
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-0 Burgee of royal perth yc.svg Southern Cross
Fáni Ástralíu Ástralía
1970 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Intrepid
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-1 Burgee of rsys.svg Gretel II
Fáni Ástralíu Ástralía
1967 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Intrepid
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-0 Burgee of rsys.svg Dame Pattie
Fáni Ástralíu Ástralía
1964 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Constellation
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Sovereign
Fáni Englands England
1962 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Weatherly
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-1 Burgee of rsys.svg Gretel
Fáni Ástralíu Ástralía
1958 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Columbia
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Sceptre
Fáni Englands England
1937 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Ranger
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Endeavour II
Fáni Englands England
1934 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Rainbow
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-2 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Endeavour
Fáni Englands England
1930 Fáni Bandaríkjana
Newport, Rhode Island
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Enterprise
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-0 Burgee of royal ulster yc.svg Shamrock V
Fáni Norður-Írlands Norður-Írland
1920 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Resolute
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
3-2 Burgee of royal ulster yc.svg Shamrock IV
Fáni Írlands Írland
1903 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Reliance
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
3-0 Burgee of royal ulster yc.svg Shamrock III
Fáni Írlands Írland
1901 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Columbia
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
3-0 Burgee of royal ulster yc.svg Shamrock II
Fáni Írlands Írland
1899 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Columbia
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
3-0 Burgee of royal ulster yc.svg Shamrock
Fáni Írlands Írland
1895 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Defender
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
3-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Valkyrie III
Fáni Englands England
1893 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Vigilant
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
3-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Valkyrie II
Fáni Englands England
1887 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Volunteer
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
2-0 Burgee of royal northern & clyde yc.svg Thistle
Snið:SCO Skotland
1886 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Mayflower
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
2-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Galatea
Fáni Englands England
1885 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Puritan
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
2-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Genesta
Fáni Englands
1881 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Mischief
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
2-0 Atalanta
Kanada Kanada
1876 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Madeleine
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
2-0 Countess of Dufferin
Kanada Kanada
1871 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Columbia
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
4-1 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Livonia
Fáni Englands England
1870 Fáni Bandaríkjana
New York-borg
Burgee of the New York Yacht Club.svg
New York Yacht Club
Magic
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
1-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Cambria
Fáni Englands England
1851 Fáni Englands
Isle of Wight
Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg
Royal Yacht Squadron
America
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
1-0 Burgee of the Royal Yacht Squadron.svg Aurora
Fáni Englands England

Verjandinn hefur aðeins tapað titlinum sex sinnum (1851, 1983, 1987, 1995, 2003 og 2010).

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist