Janet Jackson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Janet Jackson

Janet Damita Jo Jackson (f. 16. maí 1966) er yngst af níu börnum Joseph Jackson og Katherine Jackson. Systkini hennar eru Rebbie, Jackie, Tito, Jermaine, La Toya, Marlon, Michael og Randy. Bræður hennar mynda hljómsveitina Jackson 5 sem seinna var nefnd The Jacksons. Janet kom fyrst fram sem leikkona ung að árum í þáttunum Good Times og Different Strokes.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.