Borgarspítalinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Borgarspítalinn var sjúkrahús sem rekið var í Fossvogi í Reykjavík frá 1967 til 1996 þegar það sameinaðist St. Jósefsspítala og Sjúkrahús Reykjavíkur voru stofnuð. Sjúkrahús Reykjavíkur sameinuðust síðan Landspítala árið 2000 þegar Landspítali Íslands - Háskólasjúkrahús var stofnaður.

Ákvörðun um byggingu borgarsjúkrahúss var tekin af borgarráði Reykjavíkur árið 1948 þegar mikill skortur var á sjúkrarúmum í borginni. Einar Sveinsson arkitekt hannaði spítalabygginguna. Grunnur spítalans var grafinn árið 1952. Spítalinn tók til starfa 28. september 1967. Nýrri álmu fyrir bráðamóttöku var bætt við 1978.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.