Fara í innihald

Himalajafjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft yfir Himalajafjöllin úr Alþjóðlegu geimstöðinni (útgáfa með útskýringum)

Himalajafjöll eru fjallgarður í Asíu, sem liggur frá austri til vesturs og er hæsti fjallgarður heims. Þau aðskilja Indlandsskaga frá Tíbesku hásléttunni og ná yfir fimm lönd, Pakistan, Indland, Kína, Bútan og Nepal.

Jarðsaga[breyta | breyta frumkóða]

Himalajafellingin hóf að myndast fyrir um 40-50 milljónum ára þegar Indlandsflekinn, á hraðri ferð í norður, klessti upp í Evrasíuflekann. Fyrir um 40-37 milljónum ára hófst lokun Teþyshafsins norðan og austan við Indlandsflekann en upplyfting á Himalajafjöllunum hófst fyrir um 35-33 milljónum ára. Stór hluti lyftingar Himalajafjallanna hefur átt sér stað á síðustu 10 milljónum ára og lyftingin í dag er mikil, um 5-10 mm á ári, en Indlandsflekann rekur enn um 5 cm á ári til norðurs.

Myndun Himalajafjallanna hefur haft gífurleg áhrif á loftslag á jörðinni. Í Mið-Asíu hefur orðið til regnskuggi vegna þeirra og loftslag orðið þurrt meginlandsloftslag.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Fjöll yfir 8000 metra hæð

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.