Andrzej Duda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andrzej Duda
Andrzej Duda árið 2019.
Forseti Póllands
Núverandi
Tók við embætti
6. ágúst 2015
ForsætisráðherraEwa Kopacz
Beata Szydło
Mateusz Morawiecki
Donald Tusk
ForveriBronisław Komorowski
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. maí 1972 (1972-05-16) (52 ára)
Kraká, Póllandi
ÞjóðerniPólskur
StjórnmálaflokkurLög og réttlæti (2005–2015)
MakiAgata Kornhauser ​(g. 1994)
BörnKinga Duda
HáskóliJagielloński-háskólinn
Undirskrift

Andrzej Sebastian Duda (f. 16. maí 1972) er pólskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Hann hefur áður setið á pólska þinginu og á Evrópuþinginu. Duda er fyrrum meðlimur í hægriflokknum Lögum og réttlæti en hefur formlega verið óflokksbundinn frá því að hann tók við forsetaembætti. Hann var engu að síður talinn ötull stuðningsmaður ríkisstjórnar Laga og réttlætis, sem var við völd frá 2015 til 2023.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Andrzej Duda er íhaldsmaður og kaþólskur þjóðernissinni. Hann er andvígur þungunarrofum, hjónabandi samkynhneigðra og tæknifrjóvgunum. Sem þingmaður hefur Duda talað fyrir því að læknar sem bjóða upp á tæknifrjóvganir séu dæmdir í fangelsi. Hann er hlynntur bandalagi Póllands við Bandaríkin og að Atlantshafsbandalagið hafi herstöðvar í landinu en er andvígur því að Pólland taki upp evru.[1]

Duda bauð sig fram til forseta Póllands með stuðningi flokks síns, Laga og réttlætis, árið 2015 og vann nauman sigur gegn sitjandi forseta landsins, Bronisław Komorowski, með 51,55 prósentum atkvæða. Sigur Duda kom álitsgjöfum nokkuð á óvart þar sem hann var þá lítt þekktur og Komorowski hafði verið vinsæll forseti.[1]

Lög og réttlæti náðu meirihluta á þingi stuttu eftir að Duda var kjörinn forseti og náðu því stjórn á öllum öngum ríkisvaldsins. Stjórn Laga og réttlætis hefur fylgt félagslegri stefnu sem hefur hjálpað mörgum Pólverjum, einkum á landsbyggðinni, að berjast við fátækt. Aftur á móti hefur stjórnin sætt ásökunum um að beina spjótum gegn minnihlutahópum eins og Gyðingum og hinsegin fólki.[2] Í kosningabaráttu sinni fyrir endurkjöri árið 2020 lét Duda þau orð falla að hinsegin réttindi væru „hættulegri hugmyndafræði en kommúnismi.“[3]

Duda vann naumt endurkjör árið 2020 með 51,2% atkvæða í annarri umferð gegn mótframbjóðandanum Rafal Trzaskowski, borgarstjóra Varsjár.[4]

Lög og réttlæti töpuðu meirihluta sínum á þingi eftir kosningar árið 2023 og Duda varð því að sverja Donald Tusk, leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna, í embætti forsætisráðherra. Duda hét því þó að hann myndi starfa ásamt nýrri stjórn.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Andrzej Duda kjörinn nýr forseti Póllands“. Morgunblaðið. 26. maí 2015. bls. 15.
  2. „Andrzej Duda fagnar sigri í pólsku forsetakosningunum“. Varðberg. 13. júlí 2020. Sótt 9. nóvember 2021.
  3. „Duda endurkjörinn forseti Póllands“. Viðskiptablaðið. 13. júlí 2020. Sótt 9. nóvember 2021.
  4. Eiður Þór Árnason (13. júlí 2020). „Duda hafði nauman sigur í Póllandi“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júlí 2021. Sótt 9. nóvember 2021.
  5. Dagný Hulda Erlendsdóttir (13. desember 2023). „Duda heitir samstarfsvilja“. RÚV. Sótt 5. janúar 2024.


Fyrirrennari:
Bronisław Komorowski
Forseti Póllands
(6. ágúst 2015 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.