Thorvald Krabbe
Útlit
Thorvald Haraldsen Krabbe (21. júní 1876 – 16. maí 1953) var danskur landsverkfræðingur fæddur í Frederiksberg. Faðir hans var Harald Krabbe læknir og dýrafræðingur.
Krabbe lauk námi í byggingarverkfræði 1900 og vann hjá dönsku járnbrautunum til 1902, þegar hann hóf vinnu hjá gasverki Valby og sá um byggingu götulýsingarkerfa. Árið 1906 var hann skipaður landsverkfræðingur á Íslandi. Í upphafi árs 1918 var embætti landsverkfræðings skipt í tvo hluta, embætti vegamálastjóra (Geir G. Zoega) og vitamálastjóra (Thorvald Krabbe) en frá þeim þróuðust stofnanirnar Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálaskrifstofan. Krabbe var stjórnarmaður Verkfræðingafélags Íslands árin 1914 – 1931 og formaður þess árin 1914 – 1915.