British Antarctic Survey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rannsóknarstöð BAS á Adelaide-eyju við Suðurskautslandið.

British Antarctic Survey er rannsóknarstarfsemi Bretlands á Suðurskautslandinu. British Antarctic Survey er hluti af Natural Environment Research Council. Það hefur um 400 starfsmenn og rekur 5 rannsóknarstöðvar, tvö rannsóknarskip og fimm flugvélar á Suðurskautslandinu. Höfuðstöðvar starfseminnar eru í Cambridge á Englandi.

Upphaf verkefnisins má rekja til Tabarinaðgerðar Breta í Síðari heimsstyrjöld. Eftir stríðið var starfsemin nefnd Falkland Islands Dependencies Survey (FIDS) undir Bresku nýlenduskrifstofunni. FIDS var nefnd British Antarctic Survey árið 1962.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.