9. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
9. júlí er 190. dagur ársins (191. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 175 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 975 - Játvarður píslarvottur varð konungur Englands.
- 1357 - Hornsteinn var lagður að Karlsbrúnni í Prag.
- 1711 - Pétur mikli Rússakeisari var umkringdur ásamt herliði sínu af fjölmennum tyrkneskum her við ána Prut.
- 1749 - Bærinn Halifax á Nova Scotia var stofnaður.
- 1762 - Katrín mikla varð keisaraynja Rússlands eftir að maður hennar, Pétur 3. hafði verið þvingaður til að segja af sér.
- 1790 - 300 sænsk og rússnesk skip börðust í mikilli sjóorrustu við Svensksund. Svíar höfðu betur og hertóku þriðjung rússneska flotans og 6000 Rússa, en 3500 féllu. Aðeins 304 Svíar létu lífið.
- 1810 - Napóleon innlimaði Holland í Frakkland.
- 1816 - Argentína lýsti yfir sjálfstæði.
- 1850 - Millard Fillmore, tók við embætti forseta Bandaríkjanna við lát Zachary Taylor.
- 1916 - Vopnaður enskur togari tók farþegaskipið Flóru á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar með 100 farþega innanborðs og var því siglt til Bretlands. Farþegarnir voru sendir heim með öðru skipi síðar í sama mánuði.
- 1940 - Mikið haglél gerði í Hrunamannahreppi og stífluðust lækir af aurburði.
- 1946 - Skemmtigarðurinn Tívolí í Reykjavík var opnaður. Þar voru meðal annars bílabraut, hringekja, Parísarhjól og danspallur.
- 1958 - Jarðskjálfti reið yfir í Alaska, 7,5 á Richter. Geysimikil skriða féll ofan í þröngan fjörð, Lituya Bay, og olli flóðbylgju sem náði 520 metra hæð.
- 1961 - Félagsheimilið Aratunga í Bláskógabyggð var vígt.
- 1975 - Borgarastyrjöldin í Angóla hófst.
- 1976 - Hitamet var slegið í Reykjavík þegar hiti mældist 24,3 °C.
- 1979 - Bílasprengja eyðilagði bíl nasistaveiðaranna Serge og Beate Klarsfeld í Frakklandi. Skilaboð sem sögð voru frá ODESSA-samtökunum lýstu ábyrgð á hendur þeim.
- 1981 - Japanski tölvuleikurinn Donkey Kong kom út fyrir spilakassa.
- 1982 - Pan Am flug 759 hrapaði yfir Kenner í Louisiana með þeim afleiðingum að 146 farþegar létust og 8 á jörðu niðri.
- 1989 - Vesturþýsku tennisleikararnir Steffi Graf og Boris Becker unnu til verðlauna á Wimbleton-meistaramótinu.
- 1991 - Suður-Afríka fékk þátttökurétt á Ólympíuleikunum eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar.
- 1995 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: 125 létust þegar flugher Srí Lanka varpaði sprengjum á kirkju í Navaly.
- 2002 - Einingarsamtök Afríku voru lögð niður. Afríkusambandið tók við hlutverki þeirra.
- 2006 - Ítalía vann heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og þar með sinn fjórða heimsmeistaratitil.
- 2006 - Roger Federer sigraði Wimbledon-mótið í tennis fjórða árið í röð með sigri á Rafael Nadal.
- 2007 - Það snjóaði í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í fyrsta sinn í nær hundrað ár.
- 2011 - Jökulhlaup varð í Múlakvísl með þeim afleiðingum að brúin yfir ána eyðilagðist og Þjóðvegur 1 rofnaði.
- 2011 - Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki við aðskilnað frá Súdan, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í janúar 2011.
- 2012 - Flóðin í Krasnodarfylki: 130 fórust í flóðum í Krasnodarfylki í Rússlandi.
- 2013 - Bandaríski tölvuleikurinn Dota 2 kom út.
- 2017 - Borgin Hebron var sett á Heimsminjaskrá UNESCO þrátt fyrir mótmæli Ísraels.
- 2018 - Eþíópía og Erítrea sömdu um frið eftir 20 ára stríð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1511 - Dórótea af Saxlandi-Láinborg, Danadrottning, kona Kristjáns 3. (d. 1571).
- 1578 - Ferdinand 2. keisari, einvaldur hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1637).
- 1654 - Reigen Japanskeisari (d. 1732).
- 1754 - Einar Jónsson dannebrogsmaður, íslenskur bóndi (d. 1845).
- 1882 - Sigurður Kristófer Pétursson, íslenskur þýðandi (d. 1925).
- 1897 - Kristján Albertsson, íslenskur rithöfundur (d. 1989).
- 1901 - Barbara Cartland, enskur rithöfundur (d. 2000).
- 1914 - Willi Stoph, austurþýskur stjórnmálamaður (d. 1999).
- 1916 - Edward Heath, forsætisráðherra Bretlands (d. 2005).
- 1929 - Hassan 2., konungur Marokkós (d. 1999).
- 1929 - Lee Hazlewood, bandarískur kántrísöngvari (d. 2007).
- 1932 - Donald Rumsfeld, bandarískur stjórnmálamadur (d. 2021).
- 1945 - Dean Koontz, bandarískur rithöfundur.
- 1947 - O. J. Simpson, bandarískur fótboltakappi og leikari.
- 1950 - Viktor Janúkóvitsj, forseti Úkraínu.
- 1955 - Jimmy Smits, bandarískur leikari.
- 1956 - Tom Hanks, bandarískur leikari.
- 1957 - Benedikt Hjartarson, íslenskur sundkappi.
- 1961 - Raymond Cruz, bandarískur leikari.
- 1962 - Páll Valur Björnsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1964 - Courtney Love, bandarísk tónlistakona.
- 1964 - Gianluca Vialli, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Paolo Di Canio, ítalskur knattpyrnumaður.
- 1971 - Scott Grimes, bandarískur leikari.
- 1973 - Shigeyoshi Mochizuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Fred Savage, bandarískur leikari.
- 1979 - Koji Nakata, japanskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Blazhe Ilijoski, norðurmakedónskur knattspyrnumaður.
- 1990 - Rafael Pereira da Silva, brasilískur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1169 - Guido frá Ravenna, ítalskur kortagerðarmaður.
- 1386 - Leópold 3., hertogi af Austurríki (f. 1351).
- 1441 - Jan van Eyck, hollenskur listmálari.
- 1761 - Carl Gotthelf Gerlach, þýskur organisti (f. 1704).
- 1797 - Edmund Burke, írsk-enskur heimspekingur og stjórnmálamaður (f. 1729).
- 1850 - Zachary Taylor, forseti Bandaríkjanna (f. 1784).
- 1859 - Bábinn, persneskur trúarleiðtogi (f. 1819).
- 1954 - Jónmundur Halldórsson, íslenskur prestur (f. 1874).
- 1961 - Jóhannes Birkiland, íslenskt skáld (f. 1886).
- 1983 - Eðvarð Sigurðsson, íslenskur verkalýðsforingi (f. 1910).
- 1985 - Karlotta af Lúxemborg, stórhertogaynja (f. 1896).
- 1992 - Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís (f. 1946).