Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2006

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá HM 2006)

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2006 var haldið í Þýskalandi dagana 9. júní til 9. júlí. Heimsmeistaramótið var það 18. í röðinni, en þau eru haldin á fjögurra ára fresti.

Kort sem sýnir borgirnar sem leikið var í

Leikið var í borgunum Berlín, Dortmund, Frankfurt, Gelsenkirchen, Hamburg, Hannover, Kaiserslautern, Köln, Leipzig, München, Nürnberg og Stuttgart.

Þjóðverjar fengu réttinn til að halda mótið árið 2000. 31 þjóðir tóku þátt á mótinu, með þjóðverjum, en þetta var í annað skiptið sem þessi keppni var haldin í Þýskalandi (fyrsta skiptið var árið 1974 sem vestur-Þýskaland).

Ítalir urðu heimsmeistarar í fjórða sinn eftir sigur á Frökkum í úrslitum. Gestgjafar keppninnar, þjóðverjar höfnuðu í þriðja sæti og portúgalar í því fjórða.

Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]

Ákvörðunin um keppnisstað var tekin á þingi FIFA í Zürich þann 6. júlí árið 2000. Fimm lönd höfðu falast eftir að halda keppnina, en þremur dögum fyrir fundinn drógu Brasilíumenn boð sitt til baka. Þá stóðu eftir Þýskaland, England, Suður-Afríka og Marokkó. Þjóðverjar hlutu flest atkvæði í fyrstu umferð, tíu talsins. Suður-Afríka fékk sex, England fimm en Marokkó rak lestina með tvö atkvæði. Þar sem enginn umsækjanda hafði náð hreinum meirihluta var kosið að nýju milli þriggja efstu.

Í annarri umferðinni voru Þjóðverjar og Suður-Afríkumenn jafnir með ellefu atkvæði en Englendingar hlutu tvö. Í lokaumferðinni fengu Þjóðverjar tólf atkvæði á móti ellefu, þar sem einn fulltrúi sat hjá. Þýskaland var því valið gestgjafi HM 2006.

Í kjölfar kosningarinnar braust út mikil óánægja þar sem fulltrúi Nýja-Sjálands reyndist hafa setið hjá í lokakosningunni þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá Eyjaálfusambandinu um að styðja Suður-Afríku fremur en Þýskaland. Það hefði þýtt að löndin hefðu endað jöfn og Sepp Blatter verið látinn ráða úrslitum, en hann var talinn hliðhollur Suður-Afríkumönnum. Í kjölfarið var ákveðið að endurskoða val gestgjafa á HM í framtíðinni.

Þátttökulið[breyta | breyta frumkóða]

32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.

Knattspyrnuvellir[breyta | breyta frumkóða]

Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 66.016 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 52.782 Heimalið: 1860 München og Bayern München

Byggður: 2001 Heildarfjöldi: 53.804 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 43.920 Heimalið: Schalke 04

Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 48.132 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 38.437 Heimalið: Eintracht Frankfurt

Byggður: 1974 Heildarfjöldi: 69.982 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 50.000 Heimalið: Borussia Dortmund

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Riðlakeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum, þar sem tvö efstu komust áfram í 16-liða úrslit.

A riðill[breyta | breyta frumkóða]

Þýskaland sigraði Kosta Ríka 4:2 í opnunarleik keppninnar og var það hæsta markaskor í opnunarleik í sögunni. Ekvador hafi tryggt sér annað sætið í riðlinum á eftir heimsmeisturum Þjóðverja fyrir lokaumferðina.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Germany.svg Þýskaland 3 3 0 0 8 2 +6 9
2 Flag of Ecuador.svg Ekvador 3 2 0 1 5 3 +2 6
3 Flag of Poland.svg Pólland 3 1 0 2 2 4 -2 3
4 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka 3 0 0 3 3 9 -6 0

9. júní - Allianz Arena, München

 • Flag of Germany.svg Þýskaland 4 : 2 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka

9. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen

 • Flag of Poland.svg Pólland 0 : 2 Flag of Ecuador.svg Ekvador

14. júní - Signal Iduna Park, Dortmund

 • Flag of Germany.svg Þýskaland 1 : 0 Flag of Poland.svg Pólland

15. júní - AOL Arena, Hamborg

 • Flag of Ecuador.svg Ekvador 3 : 0 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka

20. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín

 • Flag of Ecuador.svg Ekvador 0 : 3 Flag of Germany.svg Þýskaland

20. júní - AWD-Arena, Hanover

 • Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka 1 : 2 Flag of Poland.svg Pólland

B riðill[breyta | breyta frumkóða]

Englendingar og Svíar unnu nauma sigra á Paragvæ og skildu Suður-Ameríkuliðið þar með eftir. Svíar náðu 2:2 jafntefli gegn Englendingum í lokaleiknum, en Norðurlandaþjóðin hafði ekki tapað fyrir enska liðinu í 38 ár.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of England.svg Englandi 3 2 1 0 5 2 +3 7
2 Flag of Sweden.svg Svíþjóð 3 1 2 0 3 2 +1 5
3 Flag of Paraguay.svg Paragvæ 3 1 0 2 2 2 0 3
4 Flag of Trinidad and Tobago.svg Trínidad og Tóbagó 3 0 1 2 0 4 -4 1

10. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt

 • Flag of England.svg England 1 : 0 Flag of Paraguay.svg Paragvæ

10. júní - Signal Iduna Park, Dortmund

 • Flag of Trinidad and Tobago.svg Trínidad og Tóbagó 0 : 0 Flag of Sweden.svg Svíþjóð

15. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg

 • Flag of England.svg England 2 : 0 Flag of Trinidad and Tobago.svg Trínidad og Tóbagó

15. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín

 • Flag of Sweden.svg Svíþjóð 1 : 0 Flag of Paraguay.svg Paragvæ

20. júní - RheinEnergieStadion, Köln

 • Flag of the Netherlands.svg Holland 2 : 2 Flag of Sweden.svg Svíþjóð

20. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern

 • Flag of Paraguay.svg Paragvæ 2 : 0 Flag of Trinidad and Tobago.svg Trínidad og Tóbagó

C riðill[breyta | breyta frumkóða]

Riðillinn var af mörgum talinn sá sterkasti á mótinu. Argentína og Holland höfðu þó bæði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir lokaumferðina. Markalaust jafntefli í viðureign liðanna í lokaleiknum gaf Argentínu toppsætið á hagstæðari markatölu eftir stórsigur liðsins á Serbum og Svartfellingum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Argentina.svg Argentína 3 2 1 0 8 1 +7 7
2 Flag of the Netherlands.svg Holland 3 2 1 0 3 1 +2 7
3 Flag of Côte d'Ivoire.svg Fílabeinsströndin 3 1 0 2 5 6 -1 3
4 Flag of Serbia and Montenegro (1992–2006).svg Serbía og Svartfjallaland 3 0 0 3 2 10 -8 0

10. júní - AOL Arena, Hamborg

 • Flag of Argentina.svg Argentína 2 : 1 Flag of Côte d'Ivoire.svg Fílabeinsströndin

11. júní - Zentralstadion, Leipzig

 • Flag of Serbia and Montenegro (1992–2006).svg Serbía og Svartfjallaland 0 : 1 Flag of the Netherlands.svg Holland

16. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen

 • Flag of Argentina.svg Argentína 6 : 0 Flag of Serbia and Montenegro (1992–2006).svg Serbía og Svartfjallaland

16. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart

 • Flag of the Netherlands.svg Holland 2 : 1 Flag of Côte d'Ivoire.svg Fílabeinsströndin

21. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt

 • Flag of the Netherlands.svg Holland 0 : 0 Flag of Argentina.svg Argentína

21. júní - Allianz Arena, München

 • Flag of Côte d'Ivoire.svg Fílabeinsströndin 3 : 2 Flag of Serbia and Montenegro (1992–2006).svg Serbía og Svartfjallaland

D riðill[breyta | breyta frumkóða]

Taugarnar voru þandar fyrir leik Angóla gegn gömlu nýlenduherrunum frá Portúgal. Evrópubúarnir höfðu betur og unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum. Mexíkó fylgdi þeim eftir í 16-liða úrslitin.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Portugal.svg Portúgal 3 3 0 0 5 1 +4 9
2 Flag of Mexico.svg Mexíkó 3 1 1 1 4 3 +1 4
3 Flag of Iran.svg Íran 3 0 2 1 1 2 -1 2
4 Flag of Angola.svg Angóla 3 0 1 2 2 6 -4 1

11. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg

 • Flag of Mexico.svg Mexíkó 3 : 1 Flag of Iran.svg Íran

11. júní - RheinEnergieStadion, Köln

 • Flag of Angola.svg Angóla 0 : 1 Flag of Portugal.svg Portúgal

16. júní - AWD-Arena, Hanover

 • Flag of Mexico.svg Mexíkó 0 : 0 Flag of Angola.svg Angóla

17. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt

 • Flag of Portugal.svg Portúgal 2 : 0 Flag of Iran.svg Íran

21. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen

 • Flag of Portugal.svg Portúgal 2 : 1 Flag of Mexico.svg Mexíkó

21. júní - Zentralstadion, Leipzig

 • Flag of Iran.svg Íran 1 : 1 Flag of Angola.svg Angóla

E riðill[breyta | breyta frumkóða]

Þrjú rauð spjöld fóru á loft í jafnteflisleik Bandaríkjanna og Ítalíu. Það var eina stig Bandaríkjanna í keppninni en einu töpuðu stig Ítala sem enduðu á toppnum. Gana fylgdi liði Ítalíu í 16-liða úrslitin.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Italy.svg Ítalía 3 2 1 0 5 1 +4 7
2 Flag of Ghana.svg Gana 3 2 0 1 4 3 +1 6
3 Flag of the Czech Republic.svg Tékkland 3 1 0 2 3 4 -1 3
4 Flag of the United States.svg Bandaríkin 3 0 1 2 2 6 -4 1

12. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen

 • Flag of the United States.svg Bandaríkin 0 : 3 Flag of the Czech Republic.svg Tékkland

12. júní - AWD-Arena, Hanover

 • Flag of Italy.svg Ítalía 2 : 0 Flag of Ghana.svg Gana

17. júní - RheinEnergieStadion, Köln

 • Flag of the Czech Republic.svg Tékkland 0 : 2 Flag of Ghana.svg Gana

17. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern

 • Flag of Italy.svg Ítalía 1 : 1 Flag of the United States.svg Bandaríkin

22. júní - AOL Arena, Hamborg

 • Flag of the Czech Republic.svg Tékkland 0 : 2 Flag of Italy.svg Ítalía

22. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg

 • Flag of Ghana.svg Gana 2 : 1 Flag of the United States.svg Bandaríkin

F riðill[breyta | breyta frumkóða]

Ástralir mættu á ný á HM eftir 32 ára hlé og komu verulega á óvart með sigri á Japö num og jafntefli gegn Króötum, sem fleytti þeim í annað sæti riðilsins. Brasilíumenn höfðu lítið fyrir að ná toppsætinu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Brazil.svg Brasilía 3 3 0 0 7 1 +6 9
2 Flag of Australia.svg Ástralía 3 1 2 0 5 5 0 4
3 Flag of Croatia.svg Króatía 3 0 2 1 2 3 -1 2
4 Flag of Japan.svg Japan 3 0 1 2 2 7 -5 1

12. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern

 • Flag of Australia.svg Ástralía 3 : 1 Flag of Japan.svg Japan

13. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín

 • Flag of Brazil.svg Brasilía 1 : 0 Flag of Croatia.svg Króatía

18. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg

 • Flag of Japan.svg Japan 0 : 0 Flag of Croatia.svg Króatía

18. júní - Allianz Arena, München

 • Flag of Brazil.svg Brasilía 2 : 0 Flag of Australia.svg Ástralía

22. júní - Signal Iduna Park, Dortmund

 • Flag of Japan.svg Japan 1 : 4 Flag of Brazil.svg Brasilía

22. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart

 • Flag of Croatia.svg Króatía 2 : 2 Flag of Australia.svg Ástralía

G riðill[breyta | breyta frumkóða]

Sviss fékk ekki á sig mark á heimsmeistaramótinu og sigraði í riðlinum. Frakkar tryggðu sér annað sætið með sigri á Tógó í lokaleiknum eftir tvö jafntefli.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Switzerland.svg Sviss 3 2 1 0 4 0 +4 7
2 Flag of France.svg Frakkland 3 1 2 0 3 1 +2 5
3 Flag of South Korea.svg Suður-Kórea 3 1 1 1 3 4 -1 4
4 Flag of Togo.svg Tógó 3 0 0 3 1 6 -5 0

13. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt

 • Flag of South Korea.svg Suður-Kórea 2 : 1 Flag of Togo.svg Tógó

13. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart

 • Flag of France.svg Frakkland 1 : 1 Flag of Switzerland.svg Sviss

18. júní - Zentralstadion, Leipzig

 • Flag of France.svg Frakkland 0 : 0 Flag of South Korea.svg Suður-Kórea

19. júní - Signal Iduna Park, Dortmund

 • Flag of Togo.svg Tógó 0 : 2 Flag of Switzerland.svg Sviss

23. júní - RheinEnergieStadion, Köln

 • Flag of Togo.svg Tógó 0 : 2 Flag of France.svg Frakkland

23. júní - AWD-Arena, Hanover

 • Flag of Switzerland.svg Sviss 2 : 0 Flag of South Korea.svg Suður-Kórea

H riðill[breyta | breyta frumkóða]

Yfirburðir Spánverja í riðlinum voru miklir. Þrátt fyrir stórt tap í fyrsta leik fylgdu Úkraínumenn þeim eftir í útsláttarkeppnina.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Spain.svg Spánn 3 3 0 0 8 1 +7 9
2 Flag of Ukraine.svg Úkraína 3 2 0 1 5 4 +1 6
3 Flag of Tunisia.svg Túnis 3 0 1 2 3 6 -3 1
4 Flag of Saudi Arabia.svg Sádi-Arabía 3 0 1 2 2 7 -5 1

14. júní - Zentralstadion, Leipzig

 • Flag of Spain.svg Spánn 4 : 0 Flag of Ukraine.svg Úkraína

14. júní - Allianz Arena, München

 • Flag of Tunisia.svg Túnis 2 : 2 Flag of Saudi Arabia.svg Sádi Arabía

19. júní - AOL Arena, Hamborg

 • Flag of Saudi Arabia.svg Sádi Arabía 0 : 4 Flag of Ukraine.svg Úkraína

19. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart

 • Flag of Spain.svg Spánn 3 : 1 Flag of Tunisia.svg Túnis

23. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern

 • Flag of Saudi Arabia.svg Sádi Arabía 0 : 1 Flag of Spain.svg Spánn

23. júní - Olympiastadion, Berlín

 • Flag of Ukraine.svg Úkraína 1 : 0 Flag of Tunisia.svg Túnis

Útsláttarkeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.

16-liða úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Tvö þýsk mörk á fyrstu tólf mínútunum gerðu út um HM-drauma Svía. Argentínumenn þurftu framlengingu til að leggja Mexíkó að velli. Aukaspyrnumark frá David Beckham kom Englendingum í fjórðungsúrslitin. Gríðarleg harka einkenndi sigurleik Portúgala á Hollendingum, þar sem sextán gul spjöld og fjögur rauð fóru á loft, nýtt met í sögu HM.

Francesco Totti skoraði úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma í leik gegn Áströlum sem sagður var sá leiðinlegasti í sögu keppninnar. Svisslendingar settu óheppilegt met þegar þeir urðu fyrsta liðið til að mistakast að skora í vítakeppni í viðureign sinni við Úkraínu. Brasilía átti ekki í vandræðum með að sigra Gana. Tveimur árum síðar staðhæfði þýska blaðið Der Spiegel að úrslit leiksins kunni að hafa tengst asísku veðmálasvindli. Spánverjar komust yfir á móti Frökkum sem svöruðu með þremur mörkum.

24. júní - Allianz Arena, München, áh. 66.000

24. júní - Zentralstadion, Leipzig, áh. 43.000

25. júní - Gottlieb-Daimler leikvangurinn, Stuttgart, áh. 52.000

25. júní - Frankenstadion, Nürnberg, áh. 41.000

26. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern, áh. 46.000

26. júní - RheinEnergieStadion, Köln, áh. 45.000

27. júní - Westfalenstadion, Dortmund, áh. 65.000

27. júní - Niedersachsenstadion, Hanover, áh. 43.000

Fjórðungsúrslit[breyta | breyta frumkóða]

Hvorki Þjóðverjar né Argentínumenn höfðu tapað vítaspyrnukeppni áður en grípa þurfti til hennar í lok viðureignar liðanna, þar sem heimamenn reyndust skotvissari. Ítalir áttu ekki neinum vandræðum með úkraínska liðið í sinni viðureign. Portúgalir slógu Englendinga úr leik í vítaspyrnukeppni þar sem þrjár spyrnur Englendinga fóru í súginn. Brasilíska liðið náði aðeins einu skoti á mark Frakka í lokaleik fjórðungsúrslitanna þar sem mark frá Thierry Henry skildi að liðin.

30. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín, áh. 72.000

30. júní - Volksparkstadion, Hamburg, áh. 50.000

1. júlí - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen, áh. 52.000

1. júlí - Waldstadion, Frankfurt, áh. 48.000

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

Í fjórða sinn í sögunni voru öll liðin í undanúrslitum evrópsk. Það gerðist áður árin 1934, 1966 og 1982. Leikur heimamanna og Ítala stefndi í vítaspyrnukeppni þar sem markalaust var fram á 118. mínútu en þá skoruðu bláklæddir tvívegis. Vítaspyrnumark frá Zinidine Zidane í fyrri hálfleik réð úrslitum í viðureign Portúgala og Frakka.

4. júlí - Westfalenstadion, Dortmund, áh. 65.000

5. júlí - Allianz Arena, München, áh. 66.000

Bronsleikur[breyta | breyta frumkóða]

Bastian Schweinsteiger skoraði tvívegis í 3:1 sigri heimamanna á Portúgal. Gestgjafarnir komust í 3:0 áður en Portúgölum tókst að klóra í bakkann og koma þar með í veg fyrir að Oliver Kahn héldi hreinu í lokaleik sínum fyrir landsliðið.

8. júlí - Gottlieb-Daimler leikvangurinn, Stuttgart, áh. 52.000

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

Bæði lið skoruðu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Zinedine Zidane skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu. Hann átti þó eftir að koma við sögu á annan hátt en hann fékk rautt spjald í lok framlengingar eftir að hafa skallað Marco Materazzi í bringuna. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Ítalir skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum en David Trezeguet átti sláarskot fyrir Frakka.

9. júlí - Ólympíuleikvangurinn, Berlín, áh. 69.000

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Miroslav Klose hreppti gullskó FIFA með fimm mörk skoruð. Alls voru 147 mörk skoruð af 110 leikmönnum, þar af voru fjögur sjálfsmörk.

5 mörk
3 mörk