Bábinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Grafhýsin Bábsins

Bábinn, fæddur Siyyid Alí Muḥammad, (20. október 18199. júlí 1859) er upphafsmaður bábisma.

Þann 23. maí árið 1844 í borginni Shíráz í Persíu tilkynnti ungur maður, þekktur sem Bábinn, að boðberi Guðs, sem allar þjóðir jarðarinnar höfðu vænst, kæmi innan skamms. Titillinn Bábinn merkir „Hliðið“. Þó að hann væri sjálfur flytjandi sjálfstæðrar opinberunar frá Guði, lýsti Bábinn því yfir að tilgangur hans væri að undirbúa mannkynið fyrir þennan mikla atburð.

Skjótar og villimannlegar ofsóknir, sem voru runnar undan rifjum hinnar valdamiklu múslimsku klerkastéttar, fylgdu í kjölfar þessarar yfirlýsingar. Bábinn var handtekinn, húðstrýktur, fangelsaður og loks tekinn af lífi 9. júlí árið 1850 á almenningstorgi í Tabrízborg. Um það bil 20.000 fylgjendur hans týndu lífinu í hverju blóðbaðinu á fætur öðru um alla Persíu. Líkamsleifar Bábsins hvíla í tignarlegri byggingu með gullnu hvolfþaki. Helgidómurinn er umlukinn fallegum görðum og þaðan sér út á Haifaflóann. Grafhýsið er einn af pílagrímsstöðum bahá'ía.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.