Courtney Love

Courtney Michelle Love (fædd Courtney Michelle Harrison þann 9. júlí 1964) er bandarísk rokksöngkona og leikkona. Hún er aðalsöngvari og textahöfundur hljómsveitarinnar Hole. Hún er einnig þekkt fyrir að hafa verið gift Kurt Cobain í tvö ár (1992-1994). Tímaritið Rolling Stone kallaði hana „umdeildustu konu í sögu rokksins“.