Courtney Love
Útlit
Courtney Michelle Love (fædd Harrison; 9. júlí 1964) er bandarísk rokksöngkona og leikkona. Hún er aðalsöngvari og textahöfundur hljómsveitarinnar Hole. Hún er einnig þekkt fyrir að hafa verið gift Kurt Cobain í tvö ár (1992–1994). Tímaritið Rolling Stone kallaði hana „umdeildustu konu í sögu rokksins“.