Millard Fillmore

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Millard Fillmore
Millard Fillmore í kringum 1855-1865.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
9. júlí 1850 – 4. mars 1853
VaraforsetiEnginn
ForveriZachary Taylor
EftirmaðurFranklin Pierce
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1849 – 9. júlí 1850
ForsetiZachary Taylor
ForveriGeorge M. Dallas
EftirmaðurWilliam R. King
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. janúar 1800
Moravia, New York, Bandaríkjunum
Látinn8. mars 1874 (74 ára) Buffalo, New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurViggar
MakiAbigail Powers (g. 1826; d. 1853)​
Caroline McIntosh ​(g. 1858)
BörnMillard, Mary
StarfStjórnmálamaður, lögfræðingur
Undirskrift

Millard Fillmore (f. 7. janúar 1800, d. 8. mars 1874) var 13. forseti Bandaríkjanna, milli 1850 og 1853. Sem varaforseti tók Millard við forsetaembættinu af Zachary Taylor við andlát hans og var því ekki kosinn til starfans.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Millard var fæddist Nathaniel og Phoebe Millard Fillmore í bjálkakofa og var annað barn þeirra af níu. Faðir hans var fátækur bóndi sem bjó skammt frá New York og hann Millard fór í læri hjá vefnaðarmanni. Millard þjónaði í varðsveitinni í New York og lærði þar í New Hope-skólanum. Þá kynntist hann Abigail Powers, þau giftu sig 26. febrúar 1826. Þau eignuðust tvö börn, Millard Powers Fillmore and Mary Abigail Fillmore.

Millard keypti sig út úr læri hjá vefnaðarmanninum og fluttist til Buffalo í New York og hélt áfram námi sínu. Hann fékk lögmannsréttindi árið 1823 lögmannsembætti hjá héraðsdómaranum. Millard gekk til liðs við andfrímúrara smáflokk.

Á þessum tíma árið 1828 voru margir frímúrarar við völd á þingi, og Andrew Jackson þáverandi forseti var frímúrari. Þegar maður að nafni William Morgan sem hafði sagt sig úr frímúrara reglunni og hafði hótað að ljóstra upp ýmiskonar leyndarmálum fannst látinn urðu fjölmargar samsæriskenningar til. Millard var boðið að bjóða sig fram fyrir hönd þeirra sem voru á móti ítökum frímúrara.

Millard komst inn á þing ekki einu sinni þrítugur og stuttu síðar sameinaðist flokkur hans við Whigs flokkin. Whigsflokkurinn varð til þegar fjölmargir smáflokkar sameinuðust til að berjast gegn einræðistilburðum Jacksons.

Ferill Millards innan Whigs gekk vel og árið 1848 varð hann varaforsetaefni Zachary Taylors og loks árið 1850, varð hann öllum að óvörum forseti BNA. Það þykir nú nokkuð gott fyrir strák sem byrjaði feril sinn í barnaþrælkun.

Mikilvægir atburðir í stjórnartíð Millards Filmore[breyta | breyta frumkóða]

Á tímum hans opnaði bandaríski sjóherinn fyrir verslun við Japan. Einnig varð Hawaii hluti af Bandaríkjunum en þó ekki fylki strax. Árið 1848 hófst gullæðið og Millard sem var forseti 1850-53 var forseti á þeim tíma sem Kalifornía byggðist og járnbrautir voru reistar til að tengja landið.

Á meðan allt þetta gerðist tók að harðna í átökum milli þeirra sem vildu afnema þrælahald og þeirra sem ekki vildu gera það. Flokkur Vigga reyndi að vera hlutlaus, Demókratar studdu þrælahald og voru þar með komnir með meirihluta atkvæða frá suðurríkjunum. Viggarnir sáu fram á að pólitískur stuðningur við þá fór þverrandi. Þeir gengu því til liðs við annan flokk sem var kallaður hinu skrýtna nafni The Know nothing party. Sá flokkur barðist gegn fleiri innflytjendum til BNA.

Millard var ekki forsetaefni Vigga í annað sinn því þeir höfðu verið ósáttir yfir samkomulaginu sem hann átti þátt í að samþykkja árið 1850. Í staðinn var Scott Winfield forsetaefni þeirra.

Á þessum tíma var gerð innrás inn á Kúbu sem misheppnaðist. Millard var á móti innrásinni en hún var framkvæmd án hans blessunar af suðurríkjamönnum sem vildu með því fjölga fylkjum sem iðkuðu þrælahald með því að stækka sig suður á bóginn.


Fyrirrennari:
Zachary Taylor
Forseti Bandaríkjanna
(1850 – 1853)
Eftirmaður:
Franklin Pierce
Fyrirrennari:
George M. Dallas
Varaforseti Bandaríkjanna
(1849 – 1850)
Eftirmaður:
William R. King


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.