Fara í innihald

Parísarhjól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Parísarhjólið í miðbæ Parísar. Það var um tíma stærsta parísarhjól í heimi
Parísarhjól í Japan
Handsnúið tyrkneskt hjól úr timbri frá 18.öld

Parísarhjól er skemmtitæki. Það er hringlaga strúktúr sem byggður er upp af risastóru hjóli sem reist er upp á rönd og á hjólið eru festar einingar fyrir farþega sem eru bekkir og sæti, litlir klefar eða hylki og eru þessar farþegareiningar þannig tengdar við hjólið að þótt hjólið snúist þá snúa farþegar alltaf eins. Hjólið er knúið áfram af vél og í stórum parísarhjólum eru allir klefar einnig með sérstökum vélum. Fyrr á tímum voru parísarhjól úr timbri og var þeim handsnúið af sterkum mönnum sem stóðu á jörðu niðri og sneru sveif.

Á ensku eru parísarhljól kennd við George Washington Gale Ferris en hann gerði slíkt hjól sem varð einkenni heimsýningarinnar sem haldin var árið 1893 í Chicago. Parísarhjól eru algengt skemmtitæki á fylkishátíðum í Bandaríkjunum. Stærsta parísarhjólið er 167.6 m hátt en það er í skemmtihverfi Las Vegas og var sett upp í mars 2014.

Í ferðasögum frá 17. öld er getið um handsnúin skemmtitæki á hátíðum í Búlgaríu sem voru hjól þar sem farþegar sátu á stólum sem snerust á stórum viðarhringjum sem var snúið af sterkum mönnum. Ferðasögur Peter Mundy (1608-1667) frá Evrópu og Asíu lýsa slíkum hljólum á Biram hátíð 17. maí 1620 og lýsir þar hjóli þar sem börn sátu í litlum sætum sem snerust á hljóli og voru stundum niðri og stundum uppi en þau sátu þó alltaf upprétt. Árið 1615 lýsti rómverskur ferðamaður sem staddur var í Konstantínópel á Ramadan hátíð hvernig þar voru var stórt handknúið hjól.