Suður-Súdan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Republic of South Sudan
Fáni Suður-Súdans Skjaldarmerki Suður-Súdans
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Justice, Liberty, Prosperity (enska)
Réttlæti, frelsi, velmegun
Þjóðsöngur:
South Sudan Oyee!
Staðsetning Suður-Súdans
Höfuðborg Júba
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Forsetaræði

Forseti Salva Kiir Mayardit
Sjálfstæði
 - frá Súdan 9. júlí 2011 
Flatarmál
 - Samtals
45. sæti
644.329 km²
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
75. sæti
12.778.250
13,33/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 - Samtals 18,435 millj. dala (154. sæti)
 - Á mann 1.420 dalir (222. sæti)
VÞL (2019) Increase2.svg 0.433 (185. sæti)
Gjaldmiðill suðursúdanskt pund
Tímabelti UTC+2
Þjóðarlén .ss
Landsnúmer +211

Suður-Súdan, formlega Lýðveldið Suður-Súdan,[1] er landlukt land í Austur- eða Mið-Afríku.[2][3] Það á landamæri að Eþíópíu í austri, Súdan í norðri, Mið-Afríkulýðveldinu í vestri, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í suðvestri, Úganda í suðri og Kenía í suðaustri. Íbúar eru rúmar 12 milljónir og þar af býr rúmlega hálf milljóni í höfuðborginni og stærstu borginni Júba.

Suður-Súdan fékk sjálfstæði frá Súdan árið 2011. Landið var þannig yngsta fullvalda ríki heims sem nýtur almennrar alþjóðlegrar viðurkenningar árið 2021.[4] Landið nær yfir stórt fenjasvæði, Suddfenin, sem Hvíta Níl rennur um. Í Suður-Súdan heitir áin Bahr al Jabal sem merkir „Fjallafljót“.[5] Súdan var undir stjórn Egyptalands í valdatíð Muhammad Ali og var sameiginlegt yfirráðasvæði þar til Súdan fékk sjálfstæði árið 1956. Eftir Fyrsta súdanska borgarastríðið var Sjálfstjórnarhéraðið Suður-Súdan stofnað og stóð til 1983. Annað súdanska borgarastríðið braust út árið 1983 og því lauk árið 2005 með Alhliða friðarsamkomulaginu. Síðar sama ár fékk landið heimastjórn þegar Sjálfstæð ríkisstjórn Suður-Súdan var mynduð. Suður-Súdan fékk fullt sjálfstæði 9. júlí 2011, eftir að 98,83% íbúa höfðu kosið með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.[6][7] Fljótlega eftir að landið hlaut sjálfstæði hófust þjóðernisátök og borgarastríðið í Suður-Súdan braust út árið 2013. Stríðið einkenndist af mannréttindabrotum, þar á meðal þjóðernishreinsunum og morðum á blaðamönnum, framin af ýmsum stríðsaðilum. Stríðið stóð til 22. febrúar 2020 þegar Salva Kiir Mayardit og Riek Machar gerðu með sér samkomulag um samsteypustjórn,[8] sem gerði það að verkum að flóttafólk fær að snúa aftur heim.[9]

Íbúar Suður-Súdans eru flestir Nílótar og eru ein af yngstu þjóðum heims þar sem um helmingur er undir 18 ára aldri.[10] Meirihluti íbúa aðhyllist kristni eða ýmis afrísk trúarbrögð. Landið er aðili að Sameinuðu þjóðunum,[11][12] Afríkusambandinu,[13] Austur-Afríkusambandinu[14] Intergovernmental Authority on Development[15] og Genfarsáttmálanum.[16] Árið 2019 var Suður-Súdan í þriðja neðsta sæti í Hamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna,[17] þriðja neðsta sæti á Friðarvísitölunni og er í fjórða efsta sæti á Vísitölu um brothætt ríki frá samtökunum Fund for Peace.[18]

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Heitið Súdan á við um landsvæðið sunnan Sahara, sem nær frá Vestur-Afríku til austurhluta Mið-Afríku. Nafnið kemur úr arabísku, بلاد السودا bilād as-sūdān sem merkir „land hinna svörtu“.[19]

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Verndarsvæði í Suður-Súdan.

Suður-Súdan er á milli 3. og 13. breiddargráðu norður og 24. og 36. lengdargráðu austur. Landið er þakið regnskógum, fenjum og gresjum. Hvíta Níl rennur um landið og framhjá höfuðborginni Júba.[20]

Bandingilo-þjóðgarðurinn varðveitir aðra stærstu búferlaflutninga dýraríkisins. Kannanir sýndu að Boma-þjóðgarðurinn, vestan við landamærin að Eþíópíu, auk Suddfenjanna og Southern-þjóðgarðsins við landamærin að Kongó, hýstu stóra stofna blábukka, orrabukka, mýrarhorna, afríkubuffla, afríkufíla, gíraffa og ljóna.

Skógar Suður-Súdans mynda líka skjól fyrir sítahafur, risaskógarsvín, runnasvín, skógarfíla, simpansa og skógarapa. Kannanir sem Wildlife Conservation Society gerðu árið 2005 í samstarfi við þáverandi heimastjórn Suður-Súdans leiddu í ljós að þar voru enn stórir stofnar, þótt þeir færu minnkandi, og að hinir miklu búferlaflutningar 1,3 milljóna antilópa voru enn til staðar.

Í Suður-Súdan er að finna fjölbreytt búsvæði eins og gresjur, hálendissléttur og klettabelti, skógi og kjarri vaxnar staktrjásléttur og votlendi. Meðal dýra sem lifa þar eru hvíteyra mýraantilópan og súdansgeit, auk fíla, gíraffa, elandantilópa, risaelanda, óryxa, ljóna, afrískra villihunda, höfðabuffla og mýrahorna. Lítið er vitað um afdrif hvíteyra mýraantilópunnar og mýrahorna, en búferlaflutningar þeirra voru sögufrægir fyrir borgarastríðið. Boma-Jonglei-héraðið nær yfir Boma-þjóðgarðinn, graslendi og flóðsléttur, Bandingilo-þjóðgarðinn og Suddfenin, stórt fenjasvæði og gresjur sem flæðir yfir árstíðabundið og inniheldur líka Zeraf-friðlandið.

Lítið er vitað um sveppi í Suður-Súdan. S. A. J. Tarr gerði lista yfir sveppi í Súdan og gaf út hjá Sveppafræðistofnun Breska samveldisins árið 1955. Á listanum eru 383 tegundir í 175 ættkvíslum, sem voru allir sveppir sem fundust innan landamæra landsins. Margar af þeim færslum eiga við um Suður-Súdan. Flestar tegundirnar tengdust sýkingum í ræktuðum jurtategundum. Líklega er fjöldi sveppa í Suður-Súdan mun meiri.

Árið 2006 tilkynnti Kiir forseti að ríkisstjórn hans myndi gera allt sem hægt væri til að vernda og auka dýra- og plöntulíf landsins, og reyna að draga úr áhrifum skógarelda, sorps og vatnsmengunar. Uppbygging efnahagslífs og innviða ógnar lífríkinu. Landið var með meðaleinkunnina 9,45/10 í vísitölunni Forest Landscape Integrity Index og var þar í 4. sæti af 172 löndum.[21]

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Fylki[breyta | breyta frumkóða]

Landið skiptist í 3 landshluta, Bahr el Ghazal, Equatoria og Greater Upper Nile, sem skiptast niður í 10 fylki.

Ríkin 10 skiptast svo niður í 86 héruð.

Höfuðborg landsins, Juba, er staðsett í Central Equatoria.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „South Sudan“. The World Factbook. CIA. 11 July 2011. Sótt 14 July 2011.
 2. „The World Factbook – Central Intelligence Agency“. www.cia.gov. Sótt 12 July 2011.
 3. „UN classification of world regions Eastern Africa: South Sudan“. UN. Afrit from the original on 17 April 2010. Sótt 25 September 2011.
 4. „The World's Youngest Countries“. WorldAtlas (enska). Sótt 11 March 2020.
 5. eg. example reference in „Bahr el Jabal“. The Free Dictionary. Sótt 1 July 2021.
 6. „Broadcast of Declaration of Independence (part 1)“. Youtube.com. 10 July 2011. Afrit from the original on 21 July 2013. Sótt 2 May 2013.
 7. „Broadcast of Declaration of Independence (part 2)“. Youtube.com. 19 June 2011. Afrit from the original on 7 July 2013. Sótt 2 May 2013.
 8. „South Sudan rivals strike power-sharing deal“. BBC News. 22 February 2020. Sótt 28 February 2020.
 9. Malak, Garang A. (22 February 2020). „Trust issues persist in Juba despite new dawn“. The East African. Sótt 20 June 2020.
 10. 'Children's crisis' in South Sudan must be addressed, says top UN official calling for real accountability“. 7 September 2018. Afrit from the original on 30 September 2018. Sótt 30 September 2018.
 11. Worsnip, Patrick (14 July 2011). „South Sudan admitted to U.N. as 193rd member“. Reuters. Afrit from the original on 15 July 2011. Sótt 24 July 2011.
 12. „UN welcomes South Sudan as 193rd Member State“. United Nations News Service. 14 July 2011. Afrit from the original on 3 August 2015. Sótt 14 July 2011.
 13. „South Sudan Becomes African Union's 54th Member“. Voice of America News. 28 July 2011. Afrit from the original on 16 September 2011. Sótt 28 July 2011.
 14. "South Sudan admitted into EAC", Daily Nation, 2 March 2016, reprinted at nation.co.ke, accessed 4 March 2016
 15. „Ethiopia Agrees to Back Somalia Army Operations, IGAD Says“. Bloomberg Businessweek. 25 November 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 29 July 2012. Sótt 25 November 2011.
 16. „Freedom House Congratulates South Sudan for Signing the Geneva Conventions“. Freedom House. 20 July 2012. Afrit from the original on 21 July 2012. Sótt 20 July 2012.
 17. „World Happiness Report 2018“. World Happiness Report. bls. 23. Afrit from the original on 13 December 2018. Sótt 4 December 2018.
 18. „Fragile States Index“. Fund for Peace. Afrit from the original on 15 July 2019. Sótt 4 December 2018.
 19. International Association for the History of Religions (1959), Numen, Leiden: EJ Brill, bls. 131, West Africa may be taken as the country stretching from Senegal in the West to the Cameroons in the East; sometimes it has been called the central and western Sudan, the Bilad as-Sūdan, 'Land of the Blacks', of the Arabs
 20. Ross, Will (9 January 2011). „Southern Sudan votes on independence“. BBC. Afrit from the original on 1 April 2011. Sótt 2 April 2011.
 21. Grantham, H. S.; og fleiri (2020). „Anthropogenic modification of forests means only 40% of remaining forests have high ecosystem integrity – Supplementary Material“. Nature Communications. 11 (1): 5978. doi:10.1038/s41467-020-19493-3. ISSN 2041-1723. PMC 7723057. PMID 33293507.
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.