Katrín mikla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Katrín mikla

Katrín II, jafnan kölluð mikla (Екатерина II Великая (Yekaterina II Velikaya), 2. maí 1729 - 17. nóvember 1796, fædd sem Sophie Augusta Frederike von Anhalt-Zerbst) — ríkti sem keisaraynja Rússlands í rúm 34 ár frá 28. júní 1762 til dauðadags. Hún var fjarskyld Gústafi þriðja og Karli þrettánda Svíakonungum.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Móðir Katrínar, Johanna Elisabeth of Holstein-Gottorp, sýndi henni lítinn áhuga en eyddi aftur á móti miklum tíma með bróður hennar, William Christian Frederick of Anhalt-Zerbst. Hann dó svo þegar hann var 12 ára gamall. Árið 1745 eða þegar Katrín var 14 ára, var hún gift yngri frænda sínum, Karli Ulrich, sem kallaður var Pétur hertogi. Pétur var veikgeðja, áfengissjúkur, þrjóskur og uppreisnargjarn. Katrín þótti ekki vera mjög fríð, en hafði mikla persónutöfra,var atorkusöm auk þess að vera sérstaklega gáfuð. Hjónaband þeirra Péturs entist í 18 ár og niðurlægði hann Katrínu ítrekað. Katrín varð því fyrir miklum vonbrigðum með hjónabandið. Hún eignaðist þrjú börn en ekkert af þeim var barn Péturs. Talið er að hún hafi haldið reglulega framhjá Pétri með 3 mönnum meðan á hjónabandinu stóð en alls hafi hún átt 12 elskhuga yfir ævina. Fyrsta barnið hennar var Páll I af Rússlandi, annað Alexi Grigoievich Bobrinsky og þriðja var Anna Petrovna. Anna var aðeins eins og hálfs árs þegar hún dó en ekki er vitað hvað olli andlátinu. Pétur afsalaði sér krúnunni og þann 9 júlí 1762 lét Katrín krýna sig keysaraynju og einvald í Rússlandi í dómkikrjunni í Kazan. Pétur var myrtur átta dögum síðar og talið er að einhver af stuðningsmönnum Katrínar hafi verið þar að verki.

Andlát[breyta | breyta frumkóða]

Katrín dó úr heilablóðfalli þegar að hún var 67 ára gömul.

Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]

Zoé Oldenbourg-Idalie. (11. 15. 2017). Catherine the Great . britannica.com. Sótt 12. 11. 2017 af https://www.britannica.com/biography/Catherine-the-Great

Biography.com Editors. (10. 31. 2017). Catherine II. biography.com. Sótt 12. 11. 2017 af https://www.biography.com/people/catherine-ii-9241622    

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.