Sumarólympíuleikarnir 1992

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sumarólympíuleikarnir 1992 voru haldnir í Barcelona á Spáni frá 25. júlí til 9. ágúst.

Keppnisgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í 237 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Handknattleikskeppni ÓL 1992[breyta | breyta frumkóða]

Þremur dögum fyrir setningu Ólympíuleikanna var tilkynnt að vegna samskiptabanns Sameinuðu þjóðanna, yrði Júgóslövum bannað að keppa í hópíþróttum á leikunum. Íslendingum var því boðið að hlaupa í skarðið á síðustu stundu í handknattleikskeppninni.

Íslenska liðið fór rólega af stað. Naumur sigur vannst á liði Brasilíu í fyrsta leik. Því næst fylgdi jafntefli við Tékkóslóvakíu. Stórsigur á Ungverjalandi og sigur á Suður-Kóreu þýddu að liðið var komið í undanúrslit, þrátt fyrir skell gegn heimsmeisturum Svía í lokaleik riðilsins.

Í undanúrslitunum reyndist lið Samveldis sjálfstæðra ríkja of sterkur andstæðingur fyrir íslenska liðið. Samveldið varð að lokum Ólympíumeistari eftir sigur á Svíum í úrslitum. Íslenska liðið tapaði loks fyrir Frökkum í leik um bronsið. Uppskeran varð því fjórða sætið, sem var besti árangur Íslands á stórmóti í handknattleik fram að því.

Þátttaka Íslendinga á leikunum[breyta | breyta frumkóða]

Auk handknattleikslandsliðsins, sendu Íslendingar þrettán íþróttamenn til Barcelona: fjóra frjálsíþróttamenn, tvær sundkonur, þrjá júdókappa, þrjá badmintonmenn og einn keppanda í skotfimi.

Spjótkastarinn Sigurður Einarsson náði bestum árangri einstaklingsíþróttamannanna, hafnaði í fimmta sæti. Fyrir leikanna hafði Vilhjálmur Einarsson verið talinn líklegastur til afreka, en hann varð fjórtándi og missti naumlega af því að komast upp úr forkeppninni. Kringlukastarinn Vésteinn Hafsteinsson og kúluvarparinn Pétur Guðmundsson höfnuðu fyrir ofan miðjan hóp.

Óvenjufáir íslenskir sundmenn tóku þátt á leikunum, þær Helga Sigurðardóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir. Náði sú síðarnefnda nítjánda sæti í 100 metra bringusundi.

Carl J. Eiríksson keppti í skotfimi. Hann var elstur þátttakenda á öllum leikunum, 65 ára að aldri.

Keppendur Íslands í badminton og júdó féllu allir snemma úr keppni.

Verðlaunahafar eftir löndum[breyta | breyta frumkóða]

Nr Lönd Gull Silfur Brons Alls
1 Olympic flag.svg Samveldi sjálfstæðra ríkja 45 38 29 112
2 Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 37 34 37 108
3 Fáni Þýskalands Þýskaland 33 21 28 82
4 Fáni Kína Kína 16 22 16 54
5 Flag of Cuba.svg Kúba 14 6 11 31
6 Flag of Spain.svg Spánn 13 7 2 22
7 Fáni Suður-Kóreu Suður-Kórea 12 5 12 29
8 Fáni Ungverjalands Ungverjaland 11 12 7 30
9 Fáni Frakklands Frakkland 8 5 16 29
10 Fáni Ástralíu Ástralía 7 9 11 27
11 Fáni Kanada Kanada 7 4 7 18
12 Fáni Ítalíu Ítalía 6 5 8 19
13 Fáni Bretlands Bretland 5 3 12 20
14 Fáni Rúmeníu Rúmenía 4 6 8 18
15 Flag of the Czech Republic.svg Tékkóslóvakía 4 2 1 7
16 Flag of North Korea.svg Norður-Kórea 4 0 5 9
17 Flag of Japan.svg Japan 3 8 11 22
18 Flag of Bulgaria.svg Búlgaría 3 7 6 16
19 Flag of Poland.svg Pólland 3 6 10 19
20 Flag of the Netherlands.svg Holland 2 6 7 15
21 Flag of Kenya.svg Kenýa 2 4 2 8
22 Flag of Norway.svg Noregur 2 4 1 7
23 Flag of Turkey.svg Tyrkland 2 2 2 6
24 Flag of Indonesia.svg Indónesía 2 2 1 5
25 Flag of Brazil.svg Brasilía 2 1 0 3
26 Flag of Greece.svg Grikkland 2 0 0 2
27 Flag of Sweden.svg Svíþjóð 1 7 4 12
28 Flag of New Zealand.svg Nýja Sjáland 1 4 5 10
29 Flag of Finland.svg Finnland 1 2 2 5
30 Flag of Denmark.svg Danmörk 1 1 4 6
31 Flag of Morocco.svg Marokkó 1 1 1 3
32 Flag of Ireland.svg Írland 1 1 0 2
33 Flag of Ethiopia.svg Eþíópía 1 0 2 3
34 Flag of Algeria.svg Alsír 1 0 1 2
Flag of Estonia.svg Eistland 1 0 1 2
Flag of Lithuania.svg Litháen 1 0 1 2
37 Flag of Switzerland.svg Sviss 1 0 0 1
38 Flag of Jamaica.svg Jamæka 0 3 1 4
Flag of Nigeria.svg Nígería 0 3 1 4
40 Flag of Latvia.svg Lettland 0 2 1 3
41 Flag of Austria.svg Austurríki 0 2 0 2
Flag of Namibia.svg Namibía 0 2 0 2
Olympic flag.svg Suður-Afríka 0 2 0 2
44 Flag of Belgium.svg Belgía 0 1 2 3
Flag of Croatia.svg Króatía 0 1 2 3
Olympic flag.svg Óháðir keppendur 0 1 2 3
Flag of Iran.svg Íran 0 1 2 3
48 Flag of Israel.svg Ísrael 0 1 1 2
49 Flag of Chinese Taipei for Olympic games.svg Taiwan 0 1 0 1
Flag of Mexico.svg Mexíkó 0 1 0 1
Flag of Peru.svg Perú 0 1 0 1
52 Flag of Mongolia.svg Mongólía 0 0 2 2
Flag of Slovenia.svg Slóvenía 0 0 2 2
54 Flag of Argentina.svg Argentína 0 0 1 1
Flag of the Bahamas.svg Bahamaeyjar 0 0 1 1
Flag of Colombia.svg Kólumbía 0 0 1 1
Flag of Ghana.svg Ghana 0 0 1 1
Flag of Malaysia.svg Malasía 0 0 1 1
Flag of Pakistan.svg Pakistan 0 0 1 1
Flag of the Philippines.svg Filippseyjar 0 0 1 1
Flag of Puerto Rico.svg Púertó Ríkó 0 0 1 1
Flag of Qatar.svg Katar 0 0 1 1
Flag of Suriname.svg Súrinam 0 0 1 1
Flag of Thailand.svg Tæland 0 0 1 1
Alls 260 257 298 815
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist